Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Page 65
IÐUNN
íslenzkir listamenn.
223
til þess að sýna andstæðurnar og leiða lífssannindin,
sem í þeim felast, enn betur í Ijós. Hér leggur lista-
maðurinn út af hinni alkunnu þjóðsögu um nátt-
tröllið, sem er að reyna að ræna roenskri konu úr
bygð; en þá ljómar dagur á lofti og dólgurinn verð-
ur að steini. Stúlkan, sem er ljóselsk, úng og fögur,
þenur sig út eflir lífgjafa sínum, ljósinu; en tröllið,
sem er ferlegt, ljóll og ljósfælið, gelur ekki annað
Náll-lrölliö (í dugim).
gert en steyta hnefann gegn þvi, á meðan það er að
daga uppi. Hér er sýnd barátta ljóss og myrkurs,
óæðri og æðri hvata, á hinn einkennilegasta hátt.
Mynd þessi er frá 1907.
Þegar inn í salinn kemur og manni verður litið
yfir öll hin risavöxnu líkneski, sem þar eru inni,
ílest mikið meira en mannhæð, fer manni líkt og
manninum, sem fanst hann vera kominn inn í ein-
hvers konar trölladyngju. En það eru eklci þessi
stóru líkneski Einars — standmyndir eins og »Út-
lagarnir«, »Nátt-tröllið«, »Þorfinnur karlsefni« og.