Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Page 76
234
Á. H. B.: íslenzkir listamenn.
IÐUNN
mælti: »Hví viltu þat?« Eiríkur segir: »Því ek vil segja
frá slikum dýrðarverkum«. Engillinn mælti: »í*á gef
ek þér leyfi til aftr at fara ok til at segja þinum
vinum frá þvi, sem þú sátt og heyrðir. En ver hér
sex daga ok tak síðan leiðarnesti og far norðr aftr
síðan«. En Erikur gerði alla hluti, sem engillinn
hafði boðið honum«.
»Aftr vil ek hverfa«, sögðu þeir báðir, Einar og
Eiríkur. En áður en Einar sneri heim aftur, bjó
hann til enn eina mynd, snildarmyndina »Einbúann
í Atlanzhafi«. Maðurinn, sem situr á klettaeyjunni
með bókfellið fyrir framan sig, á að vera ímynd alls
fræðistarfs vors að fornu og nýju, en þetta gæti líka
vel verið minningarmark Snorra, þar sern hann situr
mitt á milli tveggja heimsálfa og ritar Heimskringlu.
Og — hver veit nema listinni opnist nú líka nýr
heimur hér á íslandi hjá »einbúanum« á Skólavörðu-
holtinu. Að minsta kosti óska allir vinir Einars Jóns-
sonar þess, að hann nú, eftir að hann er seztur í
»helgan stein« hér heima, eigi eftir að lýsa mörgum
»siíkum dýrðarverkum«, sem andi hans hefir séð,
að hann eigi mikið og göfugt listastarf fyrir höndum.
A jólum 1921.
Á. H. B.