Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Page 77
IÐUNN
Island og Kanada.
í »The popular Science Monthlga heíir kotnið fram
uppástunga að stórfeldu mannvirki, sem menn í
fyrstu eiga ef til vill bágt með að trúa að geti kom-
ist í framkvæmd, Fyrirtæki það, sem hér er um að
ræða, er í því fóigið að byggja vörzlugarð yfir
Fögru eyjar sund (Belle Isle SoundJ milli Labrador
og Nýfundnalands, og bægja með þessu móti hinum
kalda Labradors-straumi, sem nú rennur um sundið
og er kvisl af pólstrauminum, frá austurströnd Kan-
ada austur fyrir Nýfundnaland og gera með því
loftslagið í Kanada, á Prinz Edwards eyju, í Nýja
Skotlandi og á Nýja Englandi miklu hlýrra og betra
en verið hefir til þessa.
Vörzlugarðurinn á að vera 10 enskar milur —
c. 40 km. — á lengd og 50 ensk fet á- breidd. Hefir
félag enskra auðkýfinga þegar sótt um leyfi til að
byggja járnbraut eftir garðinum frá Quebeck i Kan-
ada til borgarinnar St. Johns á Nýfundnalandi.
Brezkir verkfræðingar, óháðir uppástungumönnum,
hafa rannsakað málið og telja verkið vel fram-
kvæmanlegt. Og járnbraut þessi mundi gera St. Johns
að helztu útflutningshöfn Kanada og stytta til muna
leiðina milli Evrópu og Ameriku.
Með þessu mannvirki er Labradors-strauminum
bægt frá meginlandi Kanada og austur fyrir Ný-
fundnaland. Og hefði þetta að sjálfsögðu góð áhrif
á loftslagið í Kanada, ef það tækist. En hvaða
áhrif hefði þetta á golfstrauminn og þau lönd, sem
njóta góðs af honum?