Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Síða 78
236
Svipall:
IÐUNN
Ein kvísl golfstraumsins liggur vestur fyrir Hvarf
á Grænlandi og upp með vesturströnd Grænlands og
gerir hana all-byggilega. Önnur kvísl hans umkring-
ir alt ísland. Og þriðja kvísl hans liggur norður með
Noregs-ströndum og suður um England, Frakkland
og Spán. Ef Labradors-straumurinn, með hinni nýju
stefnu sinni, gæti haft nokkur áhrif á stefnu golf-
straumsins norður og austur á bóginn til Evrópu,
gæti það haft óútreiknanleg áhrif á landkosti og
veðurfar þeirra landa, sem nefnd voru, og gert sum
þeirra lítt byggileg eða með öllu óbyggileg.
Nú er því haldið fram í norska blaðinu »Tidens
Tegn«, þar sem þessa fyrirtækis er getið, að Jsland
yrði með öllu óbyggilegt, yrði að hreinu og beinu
heimskautslandi, ef mannvirki þetta kæmist í fram-
kvæmd, og gæti þá líka farið illa fyrir Noregsströnd-
um, þótt þeim sé ekki jafn-mikil hætta búin af þessu.
En uppástungumenn fullyrða auðvitað, að þelta nái
ekki nokkurri átt; áhriíin á veðurfar og landkosti
þessara landa yrðu sama sem engin.
Hér er svo mikið í húfi fyrir oss íslendinga, að
sjálfsagt þykir að vekja eftirtekt manna á þessu, þó
ekki til þess að gera þá uppnæma, heldur til þess
að fá þá til að hafa vakandi auga á málinu og at-
huga það vel og rólega.
t*að er þá fyrst að athuga, að sú kvísl af pól-
strauminum, sem hér er um að ræða, er að eins
40 km., og sundið, sem hann nú rennur um, frem-
ur grunt; en fyrir austan Nýfundnaland rennur nú
þegar kaldur straumur, sem nær hér um bil 400 km.
út í hafið og mætir golfstrauminum, þar sem hann
beygir austur og norður á við til Evrópu. Það virð-
ist því, sem þessi 40 km. viðbót af köldum og frem-
ur veikum straumi, geti ekki haft mikil áhrif á stefnu
golfstraumsins, nema ef vera skyldi kvíslina til Græn-
lands. En allur er samt varinn góður og hér er fleira