Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Page 79
IÐUNN
ísland og Kanada.
237
á að líta en stefnu og gang straumsins. Það verður
naumast þvertekið fyrir það að óreyndu, að þessi
nýja kaldakvísl geti ekki sveigt golfstrauminn meira
austur á bóginn en nú. En það gæti orðið til þess,
að hér við land yrðu meiri hafísar og minni hlýja
af hafstraumum en nú er. Það er heldur ekki
ósennilegt, að veðráttufarið hér breyttist við það, að
St. Lorenz flóinn yrði hlýrri en hann er nú. Loft-
vægis lægðirnar, sem koma til íslands eða þá rélt
fram hjá því, og hafa svo mikil áhrif á veðurfarið
hér, hafa flestar hingað til farið um Nýfundnaland
eða nálægt því. Nú getur verið, að þessar loftvægis
lægðir breyttu eitthvað um stefnu, ef St. Lorenz
ílóinn yrði hlýrri, og sú breyting mundi þá hafa
áhrif, bæði beinlínis á tíðarfarið og óbeinlínis með
því að breyta hafstraumunum. Nú sem stendur er
það óútreiknanlegt, hvernig eða hversu mikil þessi
áhrif yrðu. Þau geta spilt veðráttunni, en það er jafn-
vel eins líklegt, að þau yrðu til þess að bœla veðr-
áttuna. það er viðurhlutamikið að gera svo stór-
feldar breytingar, sem hér eru í ráði, á yfirborði
jarðar. Þær geta breytt bæði veðráttu og hafstraum-
um. þættir veðrátlufarsins eru svo margir og saman-
tvinnaðir, að tiltölulega lítil breyting á einum þætt-
inum getur leitt af sér heila runu af breytingum á
öðrum sviðum veðráttunnar og þar af leiðandi gert
staði óbyggilega, sein áður voru vel byggilegir, eða
þvert á móti. Slík eftirköst verða ekki, enn sem
komið er, reiknuð út fyrir fram.
En þar sem svo mikið getur verið í húfi fyrir oss
Islendinga, er sjálfsagt, að bæði þing og stjórn láti
málið lil sín taka og aðallega á tvennan hátt, í fyrsta
lagi með því að leita álits sérfræðinga, og hér eru
það einkum veðurfræðingar og haffræðingar sem hlut
eiga að máli, uin það, hvort landi voru getur stafað
nokkur hætta af þessu mannvirki, ef það kemst í