Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Page 80
238
Svlpall: ísland og Kanada.
IÐUNN
framkvæmd; og í öðru lagi, ef þeir álíta, að þetta
geti komið fyrir, að áskilja oss þegar á formlegan
hátt hjá brezka ríkinu fullkominn rétt til uppbótar
fyrir öll þau spell á landi voru, íiskimiðum og veð-
urfari, sem mannvirki þetta kann að hafa í för með
sér fyrir aldna og óborna hér á landi. Gerum ráð
fyrir því versta, sem fyrir gæti komið, að golfstraum-
urinn legðist frá landinu, svo að það yrði að heim-
skautslandi, þá mundi hver alþjóðadómstóll, ef vér
hefðum áskilið oss rétt vorn fyrirfram, dæma oss
annað að minsta kosti jafn-gott land í staðinn. Og
nóg er landrýmið, nóg um að velja í ríki John Bulls.
En — segjum við ekki til í tíma, er hætt við að
við megum þegja síðar og sætta okkur við meira
eða minna skarðan hlut, ef illa tækist.
í*að eru ýmsir menn, sem stjórnin getur snúið sér
til með málið bæði hjá Dönum, Svíum og Norð-
mönnum, en manna færastir og manna líklegastir
okkur til handa í þessu máli mundu þó vera þeir
Norðmennirnir Fridþjófur Nansen og Helland-Hansen.
Og skal svo ekki frekar farið út í það mál.
Svipall.