Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Síða 81
IÐUNN
Rutherford:
Um gerð frumeindanna.
%
Fyrir’ svo' sem mannsaldri héldu menn, að frum-
efnin væru ósamsett og óuppleysanleg. Nú eru menn
að komast á þá skoðun, að efniseindir þeirra (frum-
eindirnar) séu samsettar og uppleysanlegar. í*á voru
frumefnin talin um 70; nú eru þau orðin um 90
talsins. Léttasta frumefnið er vatnsefnið (eindaþungi
1); Þynfísta frumefnið geisiaefnið úranium (einda-
þungi 238).
Það má likja hverri frumeind við ofurlítið sól-
kerfi, þar sem kjarninn, sem orðinn er til úr léttasta
frumefninu (vatnsefni eða prolon) og fleiri
eða færri rafmagnseindum, hlöðnum að-
hverfu fpositwu) rafmagni, táknar sólina,
en örsmáar rafmagnseindir, hlaðnar frá-
hverfu (negativu/ rafmagni, tákna reiki-
stjörnurnar. Og alveg eins og sólin og
reikistjörnurnar fylla að eins lítinn hluta af rúmtaki
sólkerfisins, fyllir kjarninn og rafmagnseindirnar að
eins lítinn hluta af rúmtaki efniseindarinnar.
Rafmagnshleðsla kjarnans er mikilvægt atriði, því
að undir henni er kominn bæði fjöldi og skipulag
rafmagnseinda þeirra, er hringsóla kringum kjarnann.
Hinn snjalli eðlisfræðingur Moseley heíir sýnt, að
rafmagnshleðsla þessi breytist eftir mjög einföldu
lögmáli frá einu frumefni til annars. Sé frumefnun-
um raðað eftir þyngd þeirra, er hleðsla léttasta frum-
efnisins (vatnsefnis) 1, hleðsla næst léttasta frum-
efnisins (heliums) 2, hleðsla þriðja frumefnisins
(lithicons) 3, og þannig fer hleðslan vaxandi um 1
Frumeind.