Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Side 82
210 Á. II. 13.: iðunv
stig af stigi til þyngsta frumefnisins (uraniums), þar
sem hleðsla kjarnans nemur 92 einingum. En hver
-|- rafmagnseining í kjarnanum bindur eina -f- raf-
magnseind i umhverfi kjarnans, þannig að 92 -s-
rafmagnseindir hringsóla í kringum kjarna úransins.
Allir eiginleikar frumefnanna virðast stafa af þessari
mismunandi hleðslu kjarnanna. Og hún skýrir einnig
hið svonefnda »sameðli« (iso/opi/ frumefnanna, þeg-
ar frumefni, sem þó eru misþung, hafa því nær al-
veg sömu kemisku eiginleika.
Við rannsókn geislaefnanna hefir það komið í Ijós,
að kjarnar þeirra eru orðnir til úr rafmögnuðu he-
lium; þegar þau rofna, er þessum heliumseindum
(alpha-eindum) skolið út með feiknahraða. Petta
hefir komið mönnum á þá skoðun, að kjarnar allra
hinna þyngri frumefna séu orðnir til úr hinum létt-
ustu frumeindum, en haldið saman með aðhverfu
rafmagni. í skýrslu sinni til Vísindafélagsins brezlca
lýsir Rutherford aðferð þeirri, sem hann og aðrir
eðlisfræðingar hafa beitt til að komast að þessu, og
sýnir sú lýsing, að menn virðast nú á góðum vegi
meö að finna ráð til þess að sundra frumefnunum.
Hann segir:
»Öflug aðferð til þess að sýna fram á hina innri
gerð frumeindanna er að athuga beyging þá (dejlec-
tionj, er verður á farbraut alpha- og beta-agnanna,
er þær íljúga frá radíinu gegnum föst efni. Agnir
þessar fara svo hratt og hafa svo milcið hreyfimagn,
að þær geta hæglega komist inn í frumeindirnar. Sé
nú frumeindin samt sefh áður þung, þá er rafmagns-
hleðsla kjarna hennar svo mikil, að alpha-ögnin
getur ekki komist inn í hinn eiginlega kjarna, af þvi
að henni er hrynt þaðan af hinni álcöfu mótspyrnu;
en í hinum léttari frutneindum getur slík ögn kom-
ist inn í kjarnann; má þá gera ráð fyrir, að kjarn-
inn sundrist, nema hann sé því fastari í sér, og aö'