Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Page 93
IÐUNN
Georg Brandes áttræöur.
251
einu sinni á sig fengið. Svo er því farið með eld
gagnrýninnar. En slika langelda gagmýni, skilnings
og víðsýnis tendraði Brandes nú um öll Norðurlönd
með þessum fyrirlestrum sinum.
Hvers efnis voru þá »Höfuðstraumar«? — Frá því
skýrir höí. sjálfur í formalanum að þeim. Par mælir
hann á þessa leið:
»Það sem ég ætla mér að lýsa er söguleg hreyf-
ing, sem i hátt og sniði likist einna helzt stórbrotn-
um sjónleik. Þessar sex mismunanrli bókmentir, sem
ég ætla að lýsa, má líta á eins og jafn-marga þætti
í þessum mikla sjónleik. í fyrsta þætti, útflytjenda-
bókmentunum, sem Rousseau blés lííi i, byrjar attur-
haldið; hér eru þó straumar þeir, sem eru fjand-
samlegir frelsinu, enn þá allsstaðar blandaðir ýiniss
konar byltingastraumum. í öðrum þættinum, hinum
hálf kaþólska róinantiska skóla á Þýskalandi, er
afturhaldið að magnast Og aukast og fjarla*gist æ
meir og meir frelsis og franifara hreyfingar samtið-
arinnar. í þriðja þættinum, þar sem böíundar eins
og Joseph de Maistre, Lamennais, á meðan hann
var sem trúaðastur, Lamartine og Victor Hugo,
koma til sögu, á meðan þeir voru enn stoð og stylta
hins endurreista konungsdæmis og kirkjunnar, nær
afturhaldið loks hámarki sínu og hiósar sigri. En
Byron og umhverfi hans myndar fjórða þáttinn.
Fessi eini maður veldur straumhvörfunum i hinum
mikla sjónleik. Frelsisstiíð Grikkja hefst; hressandi
þytur fer yfir alla Evrópu, og dauði Byrons hefir
hin mestu áhrif á alla skapandi anda utan Englands.
Skömmu fyrir júlibyltinguna snúa hinir miklu frönsku
höfundar við blaðinu, — það er fimti þatturinn,
rómantiski skólinn á Frakklandi; og þessi nýja frels-
ishreyfing er borin uppi af Latnennais, Hugo, La-
martine, Musset, George Sand o. m. fl. En er breyf-
ingin fer að berast fiá Frakklandi til Pýzkalands,