Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Síða 95
IÐUNN
Georg Hrandes áttræöur.
253
þessari andlegu vakningu sprottið og þarf ég ekki
annað en að nefna nöfn nokkurra þeirra skálda, er
snerust í lið með Brandes, af Dana hálfu Drach-
mann, Schandorph og I. P. Jacobsen, af hálfu Norð-
manna Ibsen, Bjornson og Kielland og af Svía hálfu
Strinberg o. fl.
Jæja; ævintýrið hermdi, að andarunginn hefði spilt
mjólkinni og smjörinu fyrir bónda og flúið í otboði
sínu út á fannirnar. Eitthvað svipað fanst Dönum,
að Brandes hefði gert með fyrirlestrum sínum; og
eitthvað svipað fór nú fyrir Brandes sjálfum. Árið
1877 varð Brandes að flýja land. Honum hafði þá
verið synjað um kennaraembættið í skáldmentum
við Kaupmannahafnar-háskóla, sem hann þó hefði
átt að vera sjálfkjörinn til; og hann hafði verið
móðgaður og svívirtur á ýmsa lund, svo að hann
taldi sig ofgóðan að sætta sig við það. Tók hann
sig þá upp og fór til Berlínar. En margir hinna
beztu manna Norðurlanda fylgdu honum þá úr garði
með þakklæli og árnaðaróskum.
í útlegðinni fór Brandes eins og fleirum, sem að
heiman eru. Hann fór nú að hugsa meira um heima-
hagana og fyltist alúð og ást til þeirra bókmenta,
sem hann hafði alist upp við. Pá reit hann »Danske
Digtere«, »Esias Tegnér« o. fl. (1877 og 78), og er
það eitthvað af því bezta og fegursta, sem hann
hefir ritað. Hann var kominn úr hásróma mútum
bardagamannsins upp í hinn skæra söng skálda-
málsins. Svanseðlið kom æ meira og meira í Ijós.
Auk þess tók hann þá eins og nú á efri árum sín-
uin að snúa huga sinum að einstökum mönnum og
lífsstarfi þeirra, tók að meta meira mikilmennin en
múginn. (Sbr.: »B. Disraeli« og »Lasalle«, 1881). Og
svo hélt hann áfram að rita »Höfuðstrauma«. Nú
tóku líka Danir að sjá að sjer og að viðurkenna
Brandes. Skutu þeir nú saman svo miklu fé sín í