Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Síða 96
254
A. H. B.:
IÐUNN
milli, aft hann gæti lifað sómasamlega af því heima
fyrir, og við það hvarf Brandes heim aftur, eftir 7
ára útlegð, 1883.
Þegar Brandes kom beim aftur, voru skoðanir hans
búnar að ryðja sér til rums hjá fjölda manna, og þá
var risinn sérstakur vinstri manna flokkur í landinu
með »Politiken« að málgagni, en hún varð nú úr
því málsvaii Brandes’s og hans liða. Auk þess voru
hin nýju skáld og rithöfundar, er fyltu llokk hans,
búin aö ryðja sér braut, og sjálfur flokkshöfðinginn
gat nú farið að skrifa um samherja sína, ruðnings-
mennina (»Det moderne Gennembruds Mænd«, 1883).
Brandes var nú orðinn andlegur höfðingi, eitt
þessara andans stórvelda, sem taka verður tillit til,
aí því að þeir fara með goðorð og skoðanir fjöl-
margra manna. Og hann ávann sér nú æ meira og
rneira nafn út urn löndin. Hann hafði íerðast mikið,
kynst mönnum og þjóðum (sbr. wlndtryk fra Rus-
land« og slndtryk fra Polen«, 1889) og því gat hann
nú svo viða lagt orð i belg, Og að sið manna þeirra,
sein eru af andlegum aðli, tók hann nú jafnan ineir
og meir, eftir því sem árin liðu, að taka máli lítil-
magnanna, hvar sem á þá er hallað og hver sein á
þá hallaði. fannig hefir hann þrásinnis lekið máli
ýinissa undirokaðra þjóða gegn kúgurum þeirra og
yfirdrotnum, tekið mali Pólverja, Finna, Suðurjóta,
íslendinga, en stundum líka veizt á móti þeim, er
honum þótti þeir verða of ósanngjarnir í kröfum
sínum1). Og í heimsstyrjöldinni miklu mátti segja,
að hann væri orðinn að »samvizku Evrópu« (sbr.
greinar hans í »Tilskueren« og »Iðunni«). Gat liann
ekki dregið taum neinna ófriðarþjóðanna, af þvi að
hann fann meiri og minni sök hjá þeim öllum; og
þá tóku þeir, sem áður höfðu dáð hann (t. d. Pól-
AinuUurs-greinnmar heföu þó mátt vern óskrifnðnr!