Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 98
256
A. H. B,:
IÐUNN
virðist hann hafa getað þrætt alt, skilið alt og end-
urfætt það f meira og minna ógleymanlegum mynd-
um. Hann er hinn mikli Lyaios og Protevs sinna
tima, sem gat fundið til með öllu, skilið alt og fyr-
irgefið alt nema — hræsni, óréttlæti og níðingshátt!
Nú þegar vér, íslenzkir stúdentar, minnumst hans
í kvöld og þökkum honum fyrir það, sem hann
hefir borið oss, þá minnumst vér hans sem hins
mikla vekjara, hinnar miklu stríðshetju og hins
mikla túlks mannlegra lista og mannlegra hugsjóna.
Og svo þökkum vér honum sérstaklega það, sem
hann hefir verið Norðurlöndum.
Hofuðrit Henriks Ibsens,
[Sbr. Iðunni, VI. ár, bls. lj.
Jafnskjótt og Ibsen hafði lokið við »Brand«, ætl-
aði hann að fara að fást við »tröllið« Julian, þenna
mikilfenglega sjónleik úr veraldarsögunni, er síðar
hlaut nafnið »Kejser og Galilæer« (1873) og ræðir
um úrslitabaráttu kristindómsins við hina heiðnu
speki. En hann fékk ekki frið til þessa. Eiturtung-
urnar heima fyrir sáu um það, undir eins og farið
var að ritdæma »Brand«.
F*á er »Brandur« kom út, reit Vinje: »það verður
ekkert bál úr þessu . . . Ég hló og hló að öllu
þessu sargi með rakar eldspýtur . . . Til þess að
verða »brandior« og »brandissimus« yrði sannarlega
eitthvað meira að vera spunnið í þann náunga og
hann yrði að hafa meiri kynni af lífinu, sögunni og