Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Page 99
5ÐUNN
Höfuðrit Hcnriks Ibsens.
257
vísindunuimc. — iií’egar við heyrum þessa eldbumbu
slegna, förum við bara að brosa«. — »þetta er lítill
eldur, hrævareldur. Ég hugsa það verði enginn elds-
voði úr þvi«. — »Slíkan eldibrand [sem Ibsen| getur
þjóðfélagið vel tekið á skáldalaun. Pað verður eng-
inn skógareldur úr því«. — Og svo kemur eitur-
stungan: — »Ibsen hafði lítið til að bita og brenna
og það var vist helzta ástæðan til að bann fór að
fást við þelta »Brandvæsen«. En nú, þegar hann er
búinn að fá skáldalaun úr ríkissjóði og ferðastyrk í
tilbót, þá segir bann sig sennilega úr »brand«-lið-
inu, að minsta kosti sem foringi þess. En við fáum
nú að sjá. Svona fer að minsta kosti tíðast um stjórn-
mála-»brandmennina«, þá er þeir komast í feit em-
bætti, og hjá slíkum skáldum treinist eldurinn sjald-
an lengur en hjá stjórnmálamönnunum«.
Svona reit nú fornkunningi Ibsens og skólabróðir,
maður, sem var sjálfur allur í brotum og hafði lílið
annað á stefnuskrá sinni en málstreituna og það,
að Norðmenn ættu að búa að sínu, vera »sjálfum
sér nógir«. En hann fékk þetta margborgað. Ibsen
gerði hann ódauðlegan með því að sýna skugga-
mótið af honum í málstreitumanninum Húhú frá
Malebarströndinni.
þá var það annar maður, sem var sannkallað
andans smámenni, Lieblein nokkur, Egyptalands-
fræðingur, sem réðst á Ibsen og »Brand«. Ibsen fyrir
það, að hann vildi láta Norðmenn standa við loforð
sin og veita Dönum vígsgengi í ófriðnum við Þjóð-
verja 1863; en »Brand« fyrir það, að hann væri
hreinn og beinn »vitfirringur«. En fyrir bragðið
verður Lieblein í »Pétri Gaut« að »yfirvitfirringnum«
Begriífenfeldl á vitlausraspítalanum í Kairo og þetta
gerði hann — ódauðlegan. — Það borgar sig sjaldan
að slást upp á snillingana, — þeir hugsa oft mót-
stöðumönnum sínum þegjandi þörfina.
Iðunn VII.
17