Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Qupperneq 100
258
A. H. B.:
IÐUNN
Víst er um það að móðganirnar, sem Ibsen varð
fyrir út af »Brandi«, urðu til þess að hann orti »Pét-
ur Gaul«, dýrasta djásnið meðal skáldrita sinna.
Ibsen gat því sagt eitthvað líkt og Wergeland hafði
áður sagt: »Eins og stungur skorkvikindisins í perlu-
móðurskelina geta móðganirnar að eins af sér perlur
í hjarta mínu; en þær eiga síðar að skreyta ennis-
djásn anda míns«.
En hvað er nú að segja urn upptökin að »Pétri
Gaut?« — Chr. Collin heldur, að þeirra sé helzt að
leita í söng Memnons-styttunnar. Hálfguðinn Mem-
non, sonur Morgunroðans, veilti Trójumönnum lið,
en féll fyrir Akkillevs. Móðir lians, Morgungyðjan,
bað þá Sevs um að gera hann ódauðlegann, en fé-
lögum hans var breytt í fugla, sem börðust á ári
hverju og snrigu sorgarsöngva á leiði hans. En söng-
ur Memnons-styttunnar hljóðar svo í »Pétri Gaut«:
Sjá, fuglar af hálfguðs ösku, yngjandi,
svífa syngjandi.
Ófrið og skammsýni
skóp þeim hinn framsýni.
Vísdómsugla,
hvað varð um mína fugla ?
Orðið áttu að segja,
eða deyja! [bls. 184).
Hvernig ber nú að skilja þetta dulræða ljóð? —
Jú, þjóðirnar eru fuglar þeir, er svífa syngjandi upp
af ösku hálfguðsins, — einhverra frækinna forfeðra.
En fuglar þessir, þjóðirnar, berjast og syngja harm-
söngva sina yfir horfinni frægð. En sjálfar hljóta
þær að deyja, segir margvís Saga, ef þær skilja ekki
tákn sinna eigin tíma, ef þær drýgja ekki einhverja
þá dáð, er haldi nafni sjálfra þeirra á lofti og sé
efni í ný hetjuljóð.
Nú eru Norðmenn ein^þeirra yngri þjóða, sem eru