Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Síða 102
260
Á. H. B.:
IÐUNN
fyrst Pétri á uppvaxtarárunum, eins og hann kemur
manni fyrir sjónir i þrem fyrstu þáttunum, á meðan
hann er að þroskast; því næst l}rsa honum á full-
orðinsárunum i öllu veraldarbraskinu, eins og 4.
þáttur gefur tiletni til, og loks heimkomu Péturs,
þegar hann kemur heim aftur sem skipreika maður,
hnigirnT á efri ár, og fer að gera upp lífsreikning
sinn í hinum áhrifamikla, djúpsæja 5. þætti, loka-
þætti leiksins. Þó mun réttast að fara fyist nokkrum
orðum um drögin, sem lágu til »Péturs Gauts«.
»Pétur Gautur« er að nokkru leyti ortur upp úr
einni; af þjóðsögum Asbjörnsens í »Norske Huldre-
Eventyr og Folkesagn« (Höjfjeldsbilleder II: Rensdyr-
jagt ved Ronderne). Þar segir meðal annars (á bls.
85) um Pétur Gaut: »Den Peer Gynt var En for sig
selv~ Han var rigtig en Eventyrmager og en Regle-
smed, du skulde havt Moro af: han fortalte allid,
han selv havde været med i alle de Historier, Folk
sagde var hændt i gamle Dage«.
Upp af þessu litla fræi og svo frásögninni um
»den store Böjgen«, sem er all-ýtarlega lýst í ævin-
týrinu, er nú »Pétur Gautur« sprottinn, þó með þeim
mikla mun, að þjóðsögu-Pétur var verulegt kjark-
menni, sem barði á tröllum og forynjum, en Ibsen
gerir sinn Gaut að ræíilmenni, sem í raun réttri
rennur alstaðar af hólmi og »beygir hjá«, nema
þegar hann drekkur í sig kjarkinn.
Skemtilega og vel er þó Pétri greyinu Iýst á æsku-
árunum. Þelta er í rauninni allra bezti strákur, sem
manni verður hlýlt til, óharðnaður unglingur, sem
ræzt hefði getað úr, ef hann hefði fengið almenni-
legt uppeldi, en nú, eins og hann er orðinn, brestur
hann hug og kjarlc, þegar hann stendur á kross-
götum lífs sins, til þess að stefna rétta leið, og úr
því lendir hann á tómum villigötum.
Pegar leikurinn hefst, stendur Pétur rétt á tvilugu.