Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Side 103
IÐUNN
Iiöfuðrit Henriks Ibsens.
261
Hann er sprækur strákur og raupsamur, líkist fjalla-
læknum, sem kemur fossandi ofan af öræfum. Ekk-
ert nennir hann að gera, en er hinn mesti gasprari,
og nú er hann að koma heim úr einu slangrinu
ofan af háfjöllum og lýgur móður sina, Ásu, fulla,
sumpart til þess að miklast af hreystiverkum sinum,
sem raunar engin eru, og sumpart til þess að bera
í bætiflákann fyrir slæpingsskap sinn. Ása móðir
hans er lika allra vænsta kerling og henni þykir
ákaflega vænl um strákinn; en hún er altaf að vanda
um við hann og er sinöldrandi eins og korn-
mylnan hinum megin við bæjarlækinn. Nú er Pétur
nýkominn heim og þykist hafa verið á hreindýra-
veiðum. Ása vill ekki trúa þessu og fer að nöldra
við hann eins og liún er vön:
»— Pvilík breytni.
Fyrst pá ólpastu’ upp um heiðar —
ert að pykjast skjóta á fönnunum
mánuðina út í önnunum;
snýr svo ber og snjáður með
sneypu heirn án byssu og veiðar.
Og í pokkabót á borðið
berðu mér í opið geð
skytturaup og rokna skreytní. — — (p. 8).
Pá herðir Pétur á og þykist liafa riðið loft og lög
á hreindýrsgradda og komist i hinn mesta lifsháska.
Kerlingin trúir þessu í hili og verð.ur hrædd, en svo
man hún alt í einu eftir þvi, að hún hefir sjálf heyrt
sögu þessa i ungdæmi sínu og liklegast sagt Pétri
hana einhvern tíma og þá lætur hún dæluna ganga.
Hún leiðir Pétri fyrir sjónir, hvernig ástatt sé heima
fyrir, þar sem alt er i kalda koli, troðið upp í hvern
glugga, akurinn ósáinn og alt í niðurniðslu, síðan
faðir lians, Jón Gautur, sólundaði burt öllum eigun-
um með óreglu sinni; og nú reynist hann, sem ætti