Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Page 107
IÐUNN
Höfuðrit Henriks Ibsens.
26S
Skáldið hefir nú greipt alt þetta í ógleymanlegar
myndir — fyrst kemur sukkið hjá selstúlkunum;
— þá biðilsfarir Péturs til dóttur Dofrakongsins og
lýsingin á lifi hans bjá tröllunum (bændalýðnum
norska), og svo loks — barátta Péturs við Beyginn
mikla; hann markar bann ævilangt og gerir hann aö
þeim hálfvelgjumanni, sem altaf »beygir hjá«, þegar
á á að herða. En lítum nú nánar á þessi atriði úr
leiknum.
Fyrsta myndin (bls. 64 o. s.) sýnir oss hálftryltar
selstúlkur, sem eru að leita sér að piltum undir nótt-
ina. En pilta er hvergi að fá þar á fjöllunum, og þá
fara þær að ákalla tröllin. Svo rekast þær á Pétur^
en hann þykist geta þjónað þeim öllum til borðs óg
sængur og fara þær með hann fagnandi upp til selja^
En það sést bezt á þessum orðum, hvernig ástatt er
fyrir Pétri undir niðri:
Hjártað stúrið, hugur kátur.
Hlátur i auga, i kverkum grátur. (p. 67).
Úr þessu sukki sinu kemur Pétur heitur og ringl-
aður. Hann er að reyna að rifja upp fyrir sér, hvaö
á dagana hafi drifið, en man ekkert og vill ekki trúa
því með sjálfuin sér, að hann hafi vaðið aur og for,
verður þó hálft i hvoru að kannast við það og fer
þá að óska sér suður á bóginn með farfuglunum til
þess að komast úr foraðinu. Og inn á milli þessa
koma gamlar minningar frá bernskuárunum, þegar
verið var að spá honum glæsilegrar framtiðar heima-
fyrir. Og hver veit nú, nema hann geli orðið mikill
meðal »þursanna« þar, ef hann semur sig aðeins að
siðum þeirra og skoðunum. Petta verður tilefni næstu
myndar.
Skáldið lætur Pétur rotast og dreyma sig inn í
björgin. Sér Pétur þar »þá grænklæddu« í miðjum
hlíðum og fer strax að biðla til hennar. Bæði þykjast