Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Side 110
268
A. H. II.:
IÐUNN
þá tekur ekki betra við, barátta hans við Beyginn.
Beygurinn er ein höfuð-ímynd leiksins. Og hann
gerir nú Pétur að þeim heigli og hálfvelgju manni,
sem hann verður upp frá þessu. Því er svo áriðandi
að skilja »Beyginn« rélt.
Mönnum hefir nú gengið misjafnlega vel að skilja,
hvað skáldið hefir átt við með þessari ímynd, og
jafnvel ísl. þýð. virðist ekki hafa skilist það fylli-
lega, hvað felst í norska orðinu: Bnjgen, því að hann
ritar það bæði í fyrri og síðari útgáfunni: Beigur, í
stað Bcggur. Er þetta nokkur vorkunn, þar sem Norð-
menn sjálfir bæði skrifa og skilja orðið svo mis-
jafnlega, og þó ælti oss íslendingum að vera æll-
andi að skilja orðið. I AI/ Torp: Nynorsk etymo-
logisk ordbok stendur undir orðinu: Böyg, m.
(böjning, böjd figur). í Sogni merkir það stakkar
(vesalingur); í Guðbrandsdalnum, þar sem Pétur
Gautur var sagður upprunninn, knœk, svœkkelse (áfalf,
veiklun); í Þelamörk knipe, jorlegenhel (kreppa, vand-
ræði) o. s. frv. En um uppruna orðsins vísar Torp
til nýíslenzku orðanna, er séu því samstofna: beygja,
beygla. í ævintýri Asbjörnsens er líka vætt þessari
lýst svo sem hún liggi í boga umhverfis Pétur. En
þá á að réltu lagi að rita orðið: »Beygur« á ísl.,
sbr. »beyginn« í manns eigin brjósti; þá fær orðið
sína réttu og sönnu merkingu. þessi »Beygur« í
»Pétri Gaut« er nefnilega ímynd beygjuháttarins, sem
jafnan beygir hjá, sbr. orðatiltæki það, sem svo oft
kemur fyrir í leiknum: »Hér beygjum við hjá, eins
og Beygur kvað«. Beygurinn kemur þá jafnframt til
að tákna »beyginn« (óttann) í manns eigin brjósti,
þegar maður er að berjast við sjálfan sig og fá sig
til að breyta eins og vera ber, en beygir þó af. Með
þessu fær þessi ímynd dýpri og réttari merkingu; og
öll viðureign Péturs við Beyg verður fyrir bragðið