Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 111
IÐUNN
Höfuðrit Henriks Ibsens.
269
mun skiljanlegri, svo og áhrif þau, sem Beygur heíir
á hann, þar sem hann gerir hann að þeim dauðans
heigli, að hann beygir hjá alstaðar, þar sem liann
ætti að stefna beint.
Þessi »Beygur« smaug Pétur og lagðist að honum,
cftir að hann hafði átt í höggi við þursabörnin —
illkvilni og áreitni þjóðfélagslífsins, og nú er hann
að berjast við hann þarna á heiðinni, eftir viður-
eign sína við »þursana«. ‘Þessi »Beygur« er eins og
hráblautt flykki, sem þvælist fyrir honum alstaðar,
hvar sem hann reynir að komast áfram. Er von
þótl Pétur spyrji: »hver ertuí« Röddin svarar. »Ég
sjálfur. Seg sama, ef þú getur«. Og þegar óvættin
segist heita »Bej'gur«, svarar Pétur: »Á, nú já! Al-
svört var gátan, nú virðist hún grá«. Og er röddin.
segir: »beygðu hjá« og Pétur vill komast áfram, þá
verður þetta alstaðar fyrir lionum:
eitt óskapnaðshjóm; pað er eins og cg spyrni
í ótal rymjandi, dottandi birni. (90).
Pétri fer þá að íinnast sem ekki sé til neins að
vera að fást við þetta og lærir nú orðtakið, sem
hann beitti jafnan upp frá því:
»Út og inn pað er eitt og samt —
aflur og fram pað verður jafnt«. (90)
m. ö. o.: að hafa jafnan vaðið fyrir neðan sig og
hætta sér aldrei út í ófæruna. Hann er nú að því
kominn að gugna í þessari baráttu sinni við Beyg.
Hann er kominn á knén og hinar óæðri hvatir
hans og tilíinningar — fuglarnir — sækja að honum
og ætla að hremma hann, en þá heyrist klukkna-
hringing og sálmasöngur. Þá hjaðnar Beygurinn og
segir:
Tókst ekki. Konur stóðu á bak við liann, (92)