Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Síða 112
270
A. H. B.:
IÐUNN-
Það er ást móður hans og Sólveigar, sem að þessu
sinni hefir bjargað honum.
Pélur kemur nú eins og wmerktur maður« úr þess-
um freislingum sínúm og sálarstríði, Hann er þó
samur við sig um raupið, eins og sjá má af viðræðu
hans við Helgu litlu, systur Sólveigar, er hún færir
honum nestisskjóðuna. þó»minnist hann nú Sólveig-
ar, hiður að heilsa henni og biðja hana uin að
gleyma sér ekki. Og ástin til Sólveigar blæs honum
nú þeim áselningi í brjóst að hafna öllum lygum
og raupi, en reyna að horfast í augu við veruleikann
— reyna að verða að manni. Priðji — fegursli —
þátlurinn í leikritinu hefst einmitt á því, að Pétur
er að efna sér í bæ með því að fella skóg með við-
aröxi sinni; en altaf stríðir gamla lagið á hann öðru
hvoru; altaf er hann að reyna að gleyma veruleik-
anum með því að gera sér einhverjar hillingar.
Pað er ekki unt að lýsa þeirri fegurð, sem þessi
3. þáttur leikritsins hefir að geyma. Menn verða að
lesa þetta sjálfir. Aðeins skulu gefnar nokkrar bend-
ingar um straumhvörf þau, sem verða þess valdandi,
að Pétur Gautur ratar ekki rétta leið, en lendir
eftir það á ýmisskonar villigötum og verður sjálfum
sér nægur, eins og tröllin — verður að andlegum
sjálfbyrging, en ekki sjálfum sér, hugsjón sinni líkur,,
eins og hann þó hefði átt að verða.
í upphaíi III. þáttar er hann að fella sltóg í bæ-
inn sinn; en á meðan hann er að fella trén, linsl
honum sem hann eigi í höggi við stálkiædda risa,
— ímj'ndunin hleypur eins og vant er í gönur með
hann. Og hann þarf nú að minna sjáifan sig á, að
hann sé útlagi og sé að efna sér í kofa. En kofinn
verður þá brátt í ímyndun hans að höll með há-
turni á; og aftur verður hann að áminna sjálfan sig