Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Síða 113
IÐUNN
Höfuðrit Hinriks Ibsens.
271
um, að þetta sé »helvízk lýgi«, þetta sé ekki annað
en »barkþaktur kofi«. þá heyrir hann þrusk í kjarr-
inu og hyggur að Heggstaðar-bóndinn sé kominn
þar með sína menn. En þetta er þá sveitapilturinn,
er síðar kemur við sögu, sem heggur af sér fingur-
inn til þess að losna við herþjónustuna og þurfa ekki
að fara að heiman. þetta fær Pétri stakrar undrunar,
að nokkur maður skuli geta veitt sjálfum sér áverka
til þess að reynast sínu trúr, og þá rnælir Pétur það,
sem lengi síðan hefir verið í orði haft um viljalitla
menn:
já, óska pess, hugsa pað, já, enda vilja pað,
en gera pað, nei, sjálfur skrattinn má skilja pað. (93)
Nú er veiið að rýja Ásu, móður Péturs, að öllu
fémætu heimafyrir upp í sektarféð; en hún hugsar
að vanda um Pétur og hvað hún hefir getað dregið
undan lianda honunr til fata. En Sólveig er á leið
til hans til þess nú að vera hjá honum fyrir fult
og alt; og þar kemur fegursti kaflinn í leikritinu.
Sólveig segir, þegar hún kemur:
Helga, hún bar mér boðin pín;
boð flutti stormur og kyrð til mín.
Móðir pín bar mér boð með sögum,
boð, sem uxu i draumanna högum.
Svo fluttu mér boð með talandi tungu
lómlegir dagar og næturnar pungu.
Mér var ekki lengur líft niðri í bygð,
likt sem ég fyndi’ ekki kæti’ eða hrygð.
Eg vissi ekki traust um vilja pinn,
en vissi, að ráðinn var hugur minn.
En faðir pinn?
Hvergi um heimsins slóðir
heitir mér lengur neinn faðir né móðir.
Eg hef skilið við alla.
Og alt vegna mín
elskaða Sólveig — ?
Pétur:
Sólv.:
Pétur: