Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Síða 114
272
A. H. B.:
IÐUNN
Sólv.: Já, vegna pín.
Pú verður að rej'nast mér vinur og bróðir. (102).
Loks stekkur Pétur f loft upp af fögnuði, þegar
hann er orðinn þess fullviss, að hún vilji vera hjá
sér og segir:
Kongsdóttir, nú er hún komin og unnin.
Kongsgarðinn upp að nýju á grunninn! (105).
Og svo þrífur hann öxina og ætiar að fara að sækja
brenni til þess að hita upp kofann. En þá kemur
»Sú grænklædda« út úr holtinu með afsprengi þeirra
Péturs sér við hönd, haltan aukvisa, og segir:
Finst pér ekki auðpektur grísinn á skinninu?
Sérðu ekki. Lílt’ á, sá litli ber gallnnn
á löppinni — en pú ert haltur á sinninu. (107).
Og svo segir hún, að hún skuli altaf stinga trýninu
inn á milli þeirra, Sólveigar og hans, þegar þau fari
að vera saman. Nú fellur Pétri allur ketill í eld.
Hann má ekki hugsa til þessa og hann heíir ekki
kjark í sér til þess að skrifta fyrir Sólveigu og iðr-
ast og því segir hann:
Hér heygjum við hjá, eins og Beygur kvað. —
Þar brotnaði höllin min niður að grunni.
Mín gleði liún varð eins og visið biað,
eins og veggur hlæðist um pað, sem ég unni. (110)
Og svo beygir hann hjá, í stað þess að stefna beint
heim í kofann ílýr hann til bygða, út að haíi. Hann
kemur við bjá móður sinni og hún liggur þá í and-
arslitrunum. En í stað þess að lala alvarlega við
hana, fer hann að þylja henni ævintýri og segist ætla
að aka með hana alla leið til »Sória-Mória slotsins«.
Og þegar kerling vill víkja að einkamálum hans, þá
eyðir hann því öllu og segir: