Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Page 115
SÐUNN
Höfuðrit Hinriks Ibsens.
273
Nei, mamma, nú skulum við skrafa
til skemtunar, hvað sem er;
en harmatöl á ekki að hafa
né liugraun, sem svíður og sker. (116)
Petta helir hann lært af móður sinni, að þora
ekki að horfast í augu við alvöru lífsins, en fara í
stað þess að reisa sér ýmisskonar skýjaborgir, og
flýja svo jafnan undan örðugleikunum, undan öllu
»sem svíður og sker«.
Þelta er »höfuðsynd« Péturs og fyrir þetta verður
hann sá ódæma ræfiil, sem hann reynist í lífinu. í
stað þess nú að leita upp til fjalla aftur og lifa lifinu
með Sólveigu, heldur hann alla leið út að hafi og
út í — veraldarbraskið. Munum við nú síðar sjá,
hvernig þar fer fyrir honum. Teningnum er kastað
og Pétur kemur ekki heim aftur, fyr en eftir marga
tugi ára.
\Á. H. B.\.
Að leiðarlokum.
Eftir Guðmund G. Hagalin.
Á holtunum innan við Stapabæinn er kona á ferð.
Hún er öldruð og bogin í baki. Andiitið er lirukkólt
og kinnfiskasogið. Augun eru rauð og vot. Hárið
stendur snjóhvítt út undan gráum uliarklút, sem
hylur alt höfuðið, nema nef og augu. Tötrum er hún
klædd, pilsin stytt upp á miðja leggi. Á fótunum eru
skinnsokkar, skrjáfandi harðir af frosti.
Veður er kalt og hvast. Snærokið drífur um kon-
IÐUNN VII 18