Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Síða 116
274
Guðmundur G. Hagalín:
IÐUNS
una, og hún verður við og við að snúa sér undan
veðrinu, lil þess að draga andanD. Myrkrið er skoll-
ið á, svo að að eins sér skamt frá, upp í múlann
kolsvartan og grettinn, klettana snarbratta, sem snjó
eigi festir á. Frá sjónum berst þungur dynur, sem
er eins og bassi i samhljómi Norðra gamla. Fram-
undan eru snædrifin holtin. Hæstu kollarnir standa
upp úr fönninni, gróðurlausir og kaldranalegir.
Konan er Guðný Tómasdóttir frá Stapa. í full 30
ár hefir hún flakkað um sveitirnar, oft verið kyrsett,
en aldrei unað lengi á sama stað. Víða hefir hún
lagt land undir fót og ávalt ein síns liðs. Nú er hún
á leið til æskustöðvanna á Slapa, sem er einn af
yztu bæjunum f Hamrafirði.
Hún hefir ekki gengið langa leið þennan dag —
því að nú er hún tekin að þola illa ganginn. Um
hríð hefir hún dvalið á Eyri, prestssetrinu, en alt í
einu kom ferðaþráin, og hún lagði af stað út að
Stapa. Ekki svo að skilja, aö þar væri hún velkom-
in. Margoft hafði hún orðið að hrekjast þaðan undir
nóttina, eða liggja í laumi i hlöðu. Björn frændi
hennar, bóndinn þar, var ekki gestrisinn í hénnar
garð. Hann var vist öðrum betri, manntetrið. Ekki
varð annað séð, en að hann væri hræddur um að
sitja uppi með hana, ef hún stigi fæti inn fyrir dyr.
— Ójá, mennirnir eru skrítnir. Og Guðný gamla
blæs. Sú var tíðin, að hún þekti stúlku, sem ekki
þurfti að eiga undir annara náð veruna á Stapa. En
ill örlög og sár höfðu hrundið henni fram af stap-
anum — og hvað tók þá við. Það vissu bezt þeir,
sem séð höfðu ólgandi brimgarðinn í algleymingi
sínum. Og það höfðu víst ekki aðrir séð oftar en
hún Guðný Tómasdóttir.
Stormhviðu sló ofan úr Múlanum og ulan úr dal-
verpinu. Snjórinn dansaði í hvirfingu um holtin og
réð á Guönýju með ofsa og æðisgangi. Stormurinn