Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Side 117
IÐUNN
Aö leiðarlokum.
275
lók í pilsin hennar og svifti þeim til, og snjókornin
smugu inn undir höfuðklútinn og niður á bert brjóst-
ið. Guðný tók andköf og sneri sér undan. Hún fékk
ákafa hóstahviðu og hrækti blóði í fönnina. Hún tók
hendinni fyrir brjóstið og fann hjartað berjast ótt og
títt undir ullarhyrnunni.
— Guð hjálpi mér, æ, guð bjálpi mérl stundi hún
milli hóstaskorpanna. — Ætla ég nú ekki að kom-
ast alla leið?
Hún hélt aftur af stað, þegar storminn lægði. Hún
heyrði brimgnýinn berasl frá ströndinni, þungan, afl-
mikinn dynjanda.
Hann vakti minningar. Hún Guðný þekli stúlku,
sem átti minningar skyldar brimgnýnum. Brimið
hafði kveðið henni vögguljóðin, dillað vonunum
hennar, stúlkunnar þeirrar. Pað hafði kveðið henni
ástarsöngva sælustu stundanna og orðið siðast ná-
klukkan. — Undarlegt ef ekki var feigðarhljómur i
brimhörpunni núna. Hún þekti það þá ekki nægilega.
Hún var líka orðin svo sljó, svo sljó, og brimið
sjmgur sama rómi og sál mannsins sjálfs. Það hafði
hún svo oft heyrt. 1 æsku dillar það vonunum, örv-
ar hugann, þegar hann er vorglaður. Seinna koma
grafljóðin, þegar sorg og dauði steðja að. Jú, brimið
skilur manninn, sem borinn er við söng þess — og
maðurinn skilur það. Ójá, ójá.
Langt var nú siðan heimasætan var á Stapa. Eitt
kvöld höfðu foreldrar hennar tekið tal ineð sér og
ráðið af að taka vinnumann. Þau höfðu verið ein-
yrkjar alla ævi. Nú voru þau komin í sæmileg efni,
en orðin farin að heilsu, og þá var ekki annað
ráðlegra en fá sér einhverja hjálp. Og þau fengu
Bjarna.
Stúlkunni hafði þegar í fyrstu staðið af bonum
stuggur. Hann var hár maður vexti og gildur, dökk-
ur á hár og skegg, brúnamikill og stórskorinn. En