Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Qupperneq 118
‘276
Guðmundur G, Hagalín:
IÐUNN’
enginu þurfti að ganga á hólm við hann í aflraun-
um eða erfiðisvinnu. Og dagfarsgóður var hann,
þögull sem gröfin og skyldurækinn með afbrigðum.
En þungbúinn var hann jafuan, og var sem eiu-
hver eldur byggi undir hraunstorku yfirborðsins.
Stúlkan hafði fundið það þá, seinna vissi hún það.
Þegar þau voru ein saman, Ieið henni illa. Kendi
hún þá kynlegs kviða, og óttaslegin varð hún, þegar
hún leit upp frá hrífunni á engjunum eða mjólkur-
fötunni í fjósinu og sá Bjarna stara á sig feiknsjón-
unum helmyrku. Og oft sagði hún við sjálfa sig:
— Mikið má það vera, ef einliver ill og sár örlög
vofa eigi yfir leiðum þessa manns og þeirra, er nán-
ast verða honum tengdir. En hún sagði aldrei neitt
upphátt í þessa átt, enda löluðu þau fátt, hún og
Bjarni.
Svo kom dagurinn, þegar skýin skyldu dragast
saman yfir höfði hennar og brimið skifta um róminn.
Hún hafði verið við sauma hjá konunni á Hömrum,
næsta bæ utan við Stapa. Heimfarardagurinn kom,
skuggalegur og illúðlegur skammdegisdagur. Bjarni
kom að sækja hana. Þau héldu af stað, hlið við
hlið, hljóð að vanda. Bæði voru þau skjólbúin, en
þó lélt til göngu, hún laus, hann með poka á baki.
Leiðin lá með sjó fram, undir háum hömrum. For-
vaðar voru tveir á Ieiðinni, og var eigi fært fyrir
þá uema urn fjöru. Nú var að vísu fjara, en brim
mikið. Braut það á skerjunum og þeytti hrímhvítu
löðrinu hátt í loft upp. Alt gekk vel fyrir ytri forvað-
ann. Innan við haun tóku við Svörtubjöigin, klettar,
sem siúta fram yfir sig, og vatnið seitlar úr dag og
nótt. Undir þeim innanverðum var versti forvaðinn.
Þau gengu hægt inn fjöruna. Við og við komu
ískaldar vindstrokur ofan úr gjám og gjótum bjarg-
anna. Kynlegur hvinur og þytur blandaðist gný brims-
ins, er urgaði sorfnum hnullunguuum upp og ofan