Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Side 120
278
Guðmundur G. Hagalín:
IÐUNN
innan við Stapabæinn. Pá voru eftir nokkur hoit,
og loks sléttlendi allinikið.
Hún sté hægt út á ísinn á ánni. Hann var þykkur
og hrufóttur. Áin hafði auðsjáanlega hlaupið í krapa,
áður en hana lagði. Undir ísnum heyrðist hóglátur
árniðurinn, en lengra niðri í gilinu heyrðist fossinn
dynja, þar sem áin féll ofan í fjöruna. Og brimgnýr-
inn lét enn þá hærra en fyr. Frain af ánni var
grunnsævi mikið. Brotnuðu öldurnar þar framarlega
og komu í freyðandi hvítum röðum upp í fjöruna.
Guðný var komin yfir ána. Ög aftur hvarf hún
að sögu stúlkunnar, sem hún þekti svo vel — og
eitt sinn var heimasæta á Stapa.
— — Eftir atburðinn við forvaðann breyttist fram-
koma þeirra Bjarna og stúlkunnar. Að vísu sýndi
hann henni engin áslaratlot, en augu hans livíldu
ávalt á henni, jiegar þau voru saman, og vöktu yíir
hverri ósk hennar. Á kvöldin sat hann hjá henni á
rúmi hennar og kembdi fyrir hana ullina, sem hún
spann. Hljóð og alvarleg gengu þau að störfum sín-
um, og gömlu bjónin hættu að mestu leyti að skifta
sér af heimilisverkunum. Þeim virtist þegjandi sam-
komulag dóttur þeirra og Bjarna vera bezta trygg-
ingin fyrir því, að alt væri í góðu lagi á heimilinu.
I?au sáu, að störíin gengu betur en áður og alt lék
í lyndi.
Síðari hluta vetrarins fór Bjarni í kaupstað, sjó-
leiðis, eins og venja er fjarðarbúa. Daginn, sem
hans var heim að vænta, sat stúlkan í rökkrinu um
kvöldið og prjónaði sokk. Hún raulaði fyrir munni
sér gamla þulu og reri fram og aftur á rúminu eftir
hljóðfalli þulunnar. Alt í einu heyrði hún opnaða
útidyrahurðina — og einhver stappaði af sér snjóinn.
Síðan heyrði hún gengið inn göngin og upp stigann.
Hlerinn opnaðist, og Bjarni rak höfuðið upp um
stigagalið.