Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Side 121
SÐUNN
Aö leiðarlokum.
279
— Golt kvöld, sagði bann og snaraði einhverju
þungu, er hann rogaðist með, upp á skörina.
— Gott kvöld, sagði stúlkan glaðlega.
— Ertu ein hérna?
— Já, ég held að pabbi og mamma hafi lagt sig
fj'rir inni í húsinu. Fékstu hann hvassan í dag?
— Ónei, ekki gat hann nú heitið hvass. Dálítill
renningur hérna ofan af dölunum. Bezta leiði úl
fjörðinn. Barningur bara hérna upp í vörina.
Bjarni var venju fremur skrafhreyfinn.
— Hvað ertu með þarna? sagði stúlkan og benti
á það, sem Bjarni hafði sett upp á skörina.
Svo var sem birti yfir Bjarna.
— O, ekki svo sem mikið, sagði hann og snar-
aðist nieð böggulinn inn að borðinu, sem stóð við
fótagaflinn á rúmi stúlkunnar.
— Hvar er nú Ijós? sagði hann svo.
— Eg skal kveikja á lampanum, sagði stúlkan og
stóð upp.
Meðan hún sýslaði við lampann, vafði Bjarni um-
búðirnar utan af dýrgripnum.
Hún sneri sér við.
— Nei, saumavél! sagði hún og gat ekki dulið
gleði sína. Saumavél hafði hana lengi langað til að
eignast. Slíka hluti áttu ekki margir. Hún leit framau
i Bjarna, sem stóð brosandi yfir henni, og hún roðn-
aði út undir eyru. þannig stóðu þau nokkur augna-
Jblik. Loks hrá hún við, greip háðum liöndum um
háls honum og kysti hann á munninn. Hann tók
hana í fang sér, eins og lítið barn, þrýsti henni að
brjósti sínu og skríkti. Svona glaður liafði Bjarni
aldrei verið, síðan hann kom að Stapa.
Upp frá þessu fór Bjarni aldrei svo neitt frá bæ,
að eigi kveddi hann stúlkuna með kossi. Annars
sýndi hann henni engin ástaratlot. Og hún virtist
sætta sig vel við þetta og engrar breytingar óska.