Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Qupperneq 122
280
Guðmundur G. Hagalin:
IÐUNN:
Aldrei hafði einu orði verið minst á hjónaband eða
búskap, en öll verk voru int af hendi með dugnaði
og samvizkusemi.
Um vorið tók Bjarni vinnumann. Margt þurfti að
starfa. Vinna vallarvinnu, stunda sjóróðra, hlaða
garð umhverfis lúnið og dytta að húsum. Sumstaðar
þurfti að reisa ný hús, svo sem naust við sjóinn og
beitarhús úti á hlíðinni. Alt átti þetta að vinnast
með fám orðum, en miklu erfiði.
Vinnumaðurinn hét Bergur. Var liann eigi minni
maður á vöxt en Bjarni, en betur vaxinn og liðlegri.
Ljóshærður var hann og bláeygur, hlálurmildur og
glettinn. Hann gekk að vinnu sinni með heilum
huga, og af heilum huga skemli hann sér, þegar
færi gafst á.
Bóndi hafði á yngri árum sinum verið gleðimaður
mikill. Nú var hann kominn á raupsaldurinn, og var
honum að því hin bezta skemtun, að segja Bergi
sögur frá æskuárum sínum — þegar blóðið var heitt
og maður lét sér ekki alt fyrir brjósti brenna, eins
og hann komst sjálfur að orði. Og Bergur var ákjós-
anlegasti áheyrandi. Hann hló, þegar karlinn ætlað-
ist til að hann hlægi, og sat fullur eftirvæntingar,
þegar eitthvað mikið stóð til í sögunni. Oft sátu þeir,
bóndi og Bergur, fram á miðja nótt og spjölluðu
saman. Og skorti þá eigi glaðværð á Stapa.
Stúlkan hlýddi oftsinnis á samtal þeirra. Stundum
skaut hún inn orði, og oftast skemti hún sér vel.
Og það fann hún fljótlega, að Bergur vildi alt gera
henni til þægðar. Svo var hann hugulsamur, að ekki
var öðru líkara en að liann læsi hugsanir hennar.
Ólíkt var hann þar fremri Bjarna, ólíkt voru hand-
tök hans liprari. Og svo glaðværðin, sem fylgdi
honum. Stundum varð hún svo gagntekin af gleði
hans, að hún jafnvel lenti í áflogum við hann. En
hvort sem það var tilviljun eða ekki, þá var Bjarni