Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Page 124
282
Guðmundur G. Hagalín:
IÐUNN
og dvala. Unz henni var sem í einni svipan svift
inn í heim veruleikans.
Hún Jeit framan í Berg. Og hún hrökk við.
— Guð bjálpi mér! Hvað hefi ég gert? Og tárin
kotnu eitt af öðru.
Bergur greip báðum höndum um hana og þrýsti
benni að brjósti sér. En hún brauzt um af öllum
mætti. Svo var sem að á hann kæmi hyk. Og loks
slepti liann henni. Hún stóð upp, reikaði nokkur
spor og féll svo ofan í grasið. Þungur og sár ekki
greip hana, herðarnar kiptust til, og svo var sem
brjóstið ællaði að springa.
— — Ettir þetta var hún eins og á sifeldum flótta.
<11601 hennar var horfin. Á daginn vann hún sig
sveitta, og á næturnar Iá hún í svitabaði af sálar-
kvöl. Bjarna leit hún angistaraugum, og Berg ílúði
hún. En hann lét sér ekki segjast. Hann sat um
hvert lækifæri til að hitta hana eina, og oít losaði
hún sig grátandi úr faðmi hans.
Oftlega tók hún eftir því, að Bjarni starði á hana
spyrjandi augum. Stundum sá hún í þessum dökku
sjónum sársaukablandna meðaumkun. Og hún tók
eftir því, að altaf varð færra og færra með þeim
Bjarna og Bergi. Þá er þeir yrlu hvor á annan,
voru orð Bjarna hvöss og köld og Bergs logandi
af illkvitni.
Svo var það eitt kvöld um haustið, að stúlkan
gekk út í skemmu eftir eldivið. Á hlaðinu mætti
hún Bergi. Hún skalf frá hvirfii til ilja, og hrollur
fór um hana.
Hún sá, að Bergur sneri við og hélt á eftir henni.
Hún hraðaði sér inn í skemmuna, skelti hurð-
inni að stafnum og beið fyrir innan með öndina í
hálsinum.
— Jú, Bergur kom!
Hún heyrði fótatakið, hratt og þungl. Henni fanst