Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Side 126
284
A. Ií. B.í
ÍÐUNW
verið að heyvinnu með Bergi. Þarna hafði hún grátið
sakleysi sitt beizkum tárum.
Guðný gamla stanzaði, sneri sér við og litaöist
um. Hún sneri sér mót fjallinu, svo að vindurinn
og kófið kom beint í andlit henni. Hún fékk ákafa
hóstahviðu og engdist sundur og saman. Hún fann
skerandi sársauka fyrir brjóstinu og eitthvað volgt
spýtast út um munn sér og nef. Siðan kom undar-
legt máttleysi. Hún hné niður í blóði drifna mjöll-
ina og lagði aftur augun. — En alt i einu fanst
henni gripið um sig styrkum örmum, og hún vissi,
að þá átti ekki Bergur.
— Bjarni minn, Bjarni minn, geturðu fyrirgefið mér?
stundi hún með munninn fullan af blóði.
Trú og sannanir.
í greininni um frú Piper og. miðilshæfileika henn-
ar [sbr. »Iðunni«, VI, bls. 308] varð niðurstaðan súr
að enda þótt allar sannanirnar um samband við'
annan heim hefðu mistekist þessi 27 ár, sem hún
var miðill, og sennilegast þælti, að »dávera« miðils-
ins hefði leikið alla »andana«, þá hefðu þó ýmsir
afburða-hæfileikar, svo sem ofnæmi, ofskynjanir og
vanskynjanir, dulminni og fjarvísi komið í ljós við‘
rannsóknirnar á miðilshæfileika hennar.
Nú með því að almenningi mun ekki vera full-
kunnugt um, að slíkir hæfileikar séu til, né heldur,.
hvernig þeim er farið, virðist rétt, áður en lengra er
haldið, að lýsa þessu nokkru nánar. Og svo að menn