Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Síða 128
286
A. H. B,:
IÐUNN
fyrir þessar handstrokur háns og að þær geri ýmisfc
að deyfa eða magna næmi þess, sem dáleiddur er.
Nú hafa menn á síðari tímum haldið, að þetta
væri tómur hugarburður, og að dáleiðslan og öll
fyrirbrigði hennar stöfuðu af hughrifunum einum
saman, er sá dáleiddi verður fyrir frá dávaldi; eða
þá, að strokurnar hati í för með sér loftöldur eða.
hitageislun, sem haíi áhrif á þann dáleidda.
Til þess að ganga úr skugga um, að hér væri
hvorki um hughrif (sefjan = suggestion) eða um þekt
líkamleg áhrif að ræða, dáleiddi dr. Alrutz fyrst menn
þá, sem hann gerði tilraunirnar við, dró siðan belg
á höfuð þeim og setli handleggi þeirra í glerstokka
til þess að varna loftöldum og hitageislun frá hönd-
unum, og gerði svo ýmsar handstrokutilraunir, sem
hinir dáleiddu vissu ekkert um. Nú kom það í ljós,.
að ef hann strauk höndunum niður á við yíir gler-
stokknum öðrum eða báðum, dró það smám sarnan
alt næmi úr höndunum, annari eða báðum; en e£
hann strauk þeim upp á við, jók það næmi þeirra
svo mjög, að ekki þurfti nema að benda á einhvern
vöðva, sin eða taug, til þess að sá líkamspartur,.
sem sú taug stjóriraði, hreyfðist. Og ef næmið var
leitt hvort heldur úr eða í aðra likamshelflina með
áframhaldandi strokum, þá jókst það að sama skapi
i annari likamshelftinni og það dofnaði í hinni og
þvért á móti1). Sömu áhrif mátti með handstrokum
þessum hafa á sjón og lykt; skerpa bæði sjón og
lykt með uppstrokum, draga úr henni með niður-
strokum. Aldrei kom þó dávaldur við skynfæri þessi
með höndunum; altaf voru þau einangruð og aldrei
vissu þeir dáleiddu neilt um, hvað gera skyldi. Til
þess að forðast hughrif frá dávaldi, voru aðrir þrá-
faldlega látnir gera strokurnar, en sami varð jafnan
1) Petta þektu menn raunar áöur á Frakklandi. Höf.