Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Side 131
JÐCNN
Trú og sannanir.
289
3. Vanskynjanir og ofskynjanir.
Tilraunir Gurney’s.
Þráfaldlega hafa menn vakið þeim, sem dáleiddir
eru, svonefndar vanskynjanir og ofskynjanir, bæði á
meðan þeir voru í leiðslunni og eins eftir á. En af
þvi, að ég hefl lofað að halda mér einna helzt við
það, sem getið er um í Proceedings Sálarrannsóknar-
félagsins brezka, skal hér gelið einhverra fyrslu og
helstu tilraunanna í því efni. Þær hafa þann kost,
að þær voru gerðar að viðstöddum sjálfum Myers af
Edmund Gurney, sem var bæði glöggur og rýn-
inn; en dávaldur sá, sem þeir notuðu, hét Mr. Smith
og kona ein, Mrs. Ellis, var iðulega viðstödd tilraun-
irnar. (Sbr. Proceedings, Vol. .V, p. 10 o. s.):
Vanskynjnnir. Parsons [manninum, sem dáleiddur
bafði veriðj var sagt i daleiðsldnni, að þegar hann
vaknaði, mundi hann ekki sjá neinn mann í her-
herginu, þólt hann sæi húsgögnin og alt annað eins
og það var vant að vera. Fjórir menn voru í her-
berginu, en þegar Parsons vaknaði, virtist hann halda,
að hann væri aleinn og settist því makindalega fyiir
við arininn með bók í hendi. Myers hóstaði þá að
baki honum; en hann leit til dyranna og kallaði:
Kom inn, herra Smitli! [Það var dávaldur j. Pá gerði
Myers enn nokkurt hark; þá virtist Parsons verða
hræddur og komst í uppnám. Hann æddi fram og
aftur um herbergið, stökk upp á stól og gægðist yfir
skerm, sem þar var inni, þreif skörunginn og æpti
nú ofsahræddur á Smith. Dáleiddur að nýju, spurði
hann, bivar þeir hefðu allir verið; en er honum var
sagt, að enginn hefði hreyft sig út úr herberginu,
sagði haiin: »Mér þykir leitt að þurfa að bera á
móti þessu, en þið voruð ekki hér inni«.
Síðar um kvöldið var honum sagt, að hann yrði
heyrnarlaus, þegar hann vaknaði. En er hann var
Iðunn VII. 19