Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Page 140
298
A. H. B.:
IÐUNN
cr mist hafði mann sinn íyrir nokkrum árum og
haldin hafði verið af megnu hugarangri eftir dauða
hans. Dr. Morton Prince skýrir frá þessu í bók
sinni vDissociation o/ a Personality<( (Appendix R,
bls. 566—70) á þessa leið:
»Þegar nú dánardagur mannsins nálgaðist, fóru
hinar kveljandi endurminningar aftur að leita á huga
konunnar og siðasta hálfa mánuðinn hafði hún verið
haldin af efasemdum, harmi og hugarangri. Pjakandi
draumar, sein hún þó ekki mundi, þegar hún vakn-
aði, höfðu valdið henni höfuðþyngsla og þreytu.
Hún var þó búin að ná sér eítir þetta, þegar það
atvikaðist, sem hér verður sagt frá. Eftir því sem
dagurinn nálgaðist, ásetti hún sér æ því meir að
berjast á móti hinum kveljandi endurminningum og
óánægju sinni með lífið, hinum sáru tilfinningum
sinum, beiskju sinni og mótþróa gegn hiutskifti sínu,
og að spyrna á móti broddum þeim, sem minning-
arnar báru henni. Lengi hafði hún reynt að sætta
sig við hið nýja hlutskifti sitt og hina nýju skoðun
sina á lífinu, en að eins lekist það tíma og tíma.
Nú tók hún á allri sér til þess að reka alt þetta úr
huga sér og varast að hugsa nokkuð um það. Og
hún hélt, að sér hefði tekist þetta.
Fyrsla vitneskja mín um það, sein fyrir hana bar,
stafar frá bréfi því, sem hér fer á eftir; er vert að
taka eftir því, að bréfið er skrifað réttum klukku-
tima eftir, að atburðurinn varð, á meðan alt stóð
henni enn lifandi fyrir hugskotssjónum:
.Klukkan cr 1 að nóttu, en tnér íinst ég verða að skrifa
yður uni pað undarlega atvik, sem ný-komið hefir fyrir
mig. í dag, eða öllu heldur í gær var dánardagur manns-
ins míns. Ég keptist við að vinna allan daginn og vildi
ekki láta eftir mér að liugsa; en er ég kom inn í herbergið
mitt um kvöldið, gat ég ekki lengur haldið niðri minning-
um þeim, sem ég hafði verið að reyna að brynja mig gegn