Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Page 146
304
A. H. B.:
IÐUNN
haft sýnir og lýst peim fyrir sér; en frú B. kannaðist alls
ekki við neitt úr þeim, og hvorki hún né miðillinn gátu
fundið neitt vit í þeim. Ungfrú A. spurði nú fyrir kurteisis
sakir, hvers efnis sýnirnar hefðu verið; datt alveg ofan
yhr hana, þegar frú B., með talsverðri nákvæmni, tók að
lýsa atburðum þeim, sem hún sjálf hafði verið sokkin
niður í að hugsa um, mcðan fi ú B. var hjá henni i fyrra
sinnið, áður en hún fór til miðilsins. Eitt atriði hafði baezt
við; virtist svo sem stásslegur, sparibúinn Kinverji skyti
myndunum fram fyrir hugskotssjónir miðilsins. Nú var
það skrítna við þetta, að einmitt sama morguninn hafði
ungf'rú A. farið fram hjá sendiherrahöll Iíinverja í London
og séð tvo mjög skrautbúna Kínverja koma niður hallar-
riðin; en henni hafði þótl mjög gaman að virða fyrir sér
búning þeirra. Kínverjar þessir höfðu auðvitað ekkert sam-
an við atburði þá að sælda, sem hún hafði hugsað mest
um þessa dagana«. (Tilfært eftir: Whaleleg Smilh’s The
Foundations of Spiritualism, Lond. 1920, bls. 76 o. s.)
Þetta er merkilegt. Miðillinn virðist fara fram hjá
frú B., sem er viðstödd, en smjúga huga ungfrú A.,
sem hún kom við hjá á leiðinni, og sér hann þá at-
burði, sem hún hvorki vildi að frú B. né miðillinn
vissi neitt um; en Kínverjinn, sem ungtrú A. hafði
séð um morguninn, er gerður að »kvikmyndastjóra«,
Sagan sýnir, hversu hugir miðlanna geta alveg farið
fram hjá þeim, sem viðstaddir eru, og eins og kafað
hugi fjarstaddra manna, sem þeir viðstöddu hafa átt
einhver mök við. Er eins og ungfrú A. hafi markað
frú B. með hugsun sinni, og að þelta sé nóg til þess
að vísa miðlinum leið til hennar, rétt eins og dr.
Alrutz »markaði« hluti og persónur, sem hann vildi,
að dáleiddu mennirnir könnuðust við.
En ef miðlarnir geta fengið slíka vitneskju frá fjar-
stöddum mönnum beint á móti vilja þeirra, og án
þess að þeir, sem viðstaddir eru, viti nokkuð um
það, ættu andatrúarmenn að fara að fara varlegar i
fullyrðingar sfnar um, að miðlarnir geti ekki haft