Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Side 149
ÍÐUNN
Ritsjá.
Einar Benediklsson: Vogar. Útg.: Sig. Kristjánsson,
Rvk. 1921.
Pað er líkast pvi, sem maður sé að leggja á einhvern
andlegan »Leggbrjót«, pegar maður fer að lesa kvæði Einars
Benediktssonar; svo mikið er orðaklungrið i kvæðunum upp
og ofan. Og pó bregður jafnan fyrir öðru hvoru einhverju
karlmannlegu, spakvitru og vel sögðu, sem margborgar ferð-
ina; og fyrir petta eitt — penna gullsvott i hraungrýtinu —
má vissulega segja, að pessi kvæði hans séu betur prentuð
en óprentuð. Tökum t. d. pessar hendingar úr inngangs-
kvæðinu:
Mannleg sál skal pekking prá, Pví skal ungum Atlaslýð
par til sjónin fjarlægð eyðir, ekki hugað lengst að standa?
unz vors hugar rök og ráð Pví skal ætt, sem yzt var knúð,
rata allar himna leiðir. — ætlun mest ei lögð tii handa?
Pá er og margt fallegt í kvæði pvi, sem hann yrkir til
fósturjarðarinnar (Móðir mín, bls. 2 og 3). En svo koma
»breiðu brekánin« með alls konar andlegri sundurgerð og
uppgerðar-speki, eins og t. d. »Útsær«, par sem skáldið
lætur meðal annars »Lokasennu«, sem eins og allir vita
er eitt af Eddukvæðunum, verða að »höll« Ægis og standa
i hálfa gátt:
í hálfri gátt stendur Lokascnna frammi.
Og iandbrimið mælir á mig kraftakvæðum — (8).
En svo koma aftur spekimál í milli eins og í kvæðinu
»Væringjar«, par sem skáldið segir: »og pá haukfránu sjón
ala fjöll vor og firðir«, eða par sem hann talar um »lang-
lerða huginn við lágreista bæinn« (10) og lýkur kvæðinu
á pessa leið:
Vor landi vill niannast á heimsins liátt,
en hólminn á starf hans, lif hans og mátt —
og í vöggunnar' landi skal varðinn standa. (13).
í kvæðinu »Kórmákur« eru mörg snilliyrði og skáldlegar