Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Qupperneq 151
1ÖUNN
Ritsjá.
309
(»Sá deyr ei, sem lieimi gaf lifvænt ljóð«, bls. 09), þar sem
pessi snildarlýsing kemur fyrir:
Brimalda. Já, pú átt líf; þú varst ljóð,
sem leið; en þú hefir þó eilt sinn hljómað.
t*ú hófst yfir sanda og sigandi flóð
og sökst, en eitt sinn gat faldurinn ljómað.
Djúpsins söngmær, þú drakst í þig mátt,
hvern dropa þú reistir i seinasta fallið.
Og landið tók undir, því höggið var hátt,
þá hneigst þú í grunn — en þú stefndir á fjalliö. (69).
Mundi skáldið hér vera að ávarpa sina eigin skáldgyðju?
— það skal ég ekkert um segja. En þá vona ég, að liún
megi hefja sig á ný i sinni fyrri fegurð. Ymislegt bendir
til, að liún geti það, cn þó cinkum það kvæðið, sem ég
tel hezt í bókinni: Messan á Mosfelli (bls. 96). — »Ræð-
an hans var ei rituð á blað, en rist inn í fácin hjörluw.
Með þessu þykist ég nú hafa gert »Vogum« allgóð skil,
línt gullið úr grjótinu, en naumast drepið á alt hitt, sem
betur hefði verið óprentað (sbr. t. d. bls. 160 o. v.). —
»h'róðárhirðin« er auövitað góð sem ádeilukvæði og margt
logandi vel sagt í því; en naumast lifir það þó lengi á
vörum þjóðarinnar. Pað ættu menn eins og E. B. að muna,
sem vilja láta lesa sig og muna frá kyni til kyns. Ekkert
nema það bezta berst yfir í ættar-arfleifðina.
Pá vík ég að sögunum.
Guðm. Friðjónsson: Sólhvörf. Útg. Sig. Kr. — Rvk. 1921.
Pessar sex sögur fylla þriðju lylftina af smásögum Guðm.
Friðjónssonar og fylgir höf. þeim úr hlaði með nokkrum
orðum til gagnrýnenda sinna. Hefir það verið fundið að
sögum hans, að þær væru engar eiginlegar sögur sumar
liverjar og viðurkennir höf. það, en segist taka sér það
skáldaleyfi að ncfna þær því nafni. Hann um það. En ekki
mun hann að heldur fá viðurkcnningu almennings fyrir
þvi, að svo sé. — Að persónunum i sögum hans hefir það
verið fundið, að þær væru altof oft málpipur sjálfs hans,
cn kæmu ekki nægilega vel fram með sérkennum sínuni í
orði og fasi. Höf. viðurkennir þetta líka; en segist ekki
hafa lagt þann »blekbyttu-iðnað« fyrir sig að herma eftir