Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Side 152
310
Ritsjá.
IÐUNN
málkækjum manna o. s. frv. Hyggur hann, að þetta leiði
af sér vellanda og bögumæli, en girði fyrir stuttar og kjarn-
góðar lýsingar, og vitnar í því efni í fornsögurnar. En
þetta er skakt: má oft láta menn Iýsa sér í fám orðum, og
er það einmitt oft gert í fornsöguuum. Iðulega, og síðast í
þessum sex sögum, hefir höf. lika breytt út af þessu, látið
persónur sínar masa, og það um skör fram, og mæla sínu
eigin ináli (sbr. Döbbu gömlu i »Húsvitjun«, bls. 82 o. s.).
Er og síður en svo, að höf. sé altaf jafn-stuttorður og hann
gæti verið. Loks segir höf. oss frá listareglum sínum, en
þær eru i stuttu máli þessar: 1., að sagan sé sem styzt og
gagnorðust; 2., að úrslita-augnablik bennar sé eins og Ijós-
depill, er slái bjarma á alt efnið; og 3., að »taflborð raun-
verðandinnar« sé og eigi að vera fyrirmynd sagnasmiðsins.
Hefir nú höf. sjálfur gætt allra þessara reglna með allrí
þeirri vandvirkni, er hann þykist hafa beitt við sagnagerö
sina? Ágætlega sumstaðar (eins og t. d. í »GamIa beyinu«,
sem er bezta sagan af þessum þrem tylftum); miðlungi vel
sumstaðar, en víða alls ekki, og ef til vill einna sízt i þess-
um siðustu sex sögum. Af því að Guðm. á Sandi er svo mik-
ilhæfur liöfundur, á ég bágt með að láta þessi andmæli min
frá mér fara. En úr því maður er seztur i ritdómarasessinn,
verður maður að reyna að sýna sig að óhlutdrægni, hver
sem i hlut á. Sá sem hefir lcsið þó nokkuð af ritum erlendra
skáldsagnahöf., á heldur ekki erfitt með að finna veilurnar
í isl. skáldsagnagerð. Eg skal þó ekki beita öðrum mæli-
kvarða en þeim, sem Guðm. hefir sjálfur á sig lagt.
Litum þá á fyrstu söguna: Heiðrikju hugans, sem
raunar hefði átt að heita Hughvörf, af því að hún lýsir
aðallega hughvörfum Halta-Helga. Að sögunni, sem er
28 bls., er alt að 16 bls. inngangur, sem lítið kemur sög-
unni við; svo koma viðræður þeirra Helga og sögumanns
með mörgum og miklum málalengingum; en siðast dettur
botninn úr sögunni, úrslita-augnablikinu, er réði hughvörf-
um Helga og átti að varpa ljósi sínu yfir alla söguna, er
alls ekki lýst. Hvernig hefir höf. þar haldið listareglur
sinar?
Önnur sagan, Álfheiður frá Dunhaga, er ræðir um
fjöllyndi Ásmundar og hugraun Álfheiðar, fer sem næst