Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Síða 154
312
Rilsjá.
IÖUNN
í'ariö að tala um ringulreiöina í landinu; ágæt hugvekja,.
þaö sem liun nær, en — ekki kemur sagan. Pá kemur
prestur að Hvoli; er par rætt um ullarstuld og tómlætá
emhættismanna — önnur hugvekja, en ekki kemur sagan.
Og loks kemst prestur á leiðarenda til krossberans Sigur-
laugar í Hvammi, og í skriftamálum hennar er mikið og
alvarlegt söguefni, cr sýnir — ofriki cndurminninganna.
Svo kemur loks sagan, sögð á 8 bls. af 68, um afbrýðina,.
sem drap bæði manninn og systur konunnar, og verður
óbein orsök í veikindum og dauða dótturinnar síðar. Hví-
líkt yrkisefni! En frá pví er sagt í örfáum orðum, en —
mór liggur við að segja — masað um alt milli himins og
jarðar fullar 60 bls. á undan. Mér er nú spurn: Er petla
sagnagerð? Parna lá pó gullið á lausu gólfi.
Áframhalds pessarar sögu er að leita í næstu sögu, sem
ckki er heldur nein saga, í bréfi Álfheiðar frá Hvammi á
Vífilsstaða-hælinu. En bréfið sjálft er saga út af fyrir sig
og hún átakanlcga fögur.
Siðasta sagan er saga og ckkí-saga. Pað er ofurlitil
mynd úr lifinu, ofurlítil »sítuation((, sem svo er nefnd.
Við komumst pá að peirri niðurstöðu, að G. F. hafi alls
ekki farið eftir listareglum sínum. En eigum við pá að óska
pess, að allar pessar »sögur« hans væru óskráðar? Nei, og
aftur nei! Pví að auk málsins og hinna ómetanlegu lýsinga,
sem sögurnar liafa að geyma af islenzku svcitalífi, berst
að baki öJlum pessum sögum hjartað, sem er að rcyna
að koma sjálfu sér og öðrum út ur forsælu lífsins yfir í
sólskinið og sumarhlýjuna, sem er að reyna að vinna að
sólhvörfunum í sálum manna. Og pá skiftir pað auð-
vitað litlu, hvort nokkrar listareglur eru brotnar eða ekki,
hvort pað er saga eða ekki-saga, sem um er að ræða,
ef hún að eins nær til hjartnanna. En trúa mín er, að G. F.
hefði náð pessum tilgangi sínum belur og eftirminnilegar,
ef hann hefði kunnað að semja sig að listareglum sínum.
Ótal prentvillur eru i bókinni, sem ég rienni ekki til að
tína. Hún er sýnilega vélsett, en vélsetningu prentsmiðja
hér ætti hver maður að hafa góðar gætur á.