Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Page 33

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Page 33
IÐUNN Um flutning latínuskólanna. 191 að söng hafi átt að kenna eftir nótum í skólanum, en um langt ára skeið hafi það ekki verið nefnt á nafn, og á meðan söngkensla haii farið fram, hafi það verið hlutverk þess lærisveins, sem best þótti til þess fallinn, að standa fyrir henni. Skömmu áður en þeir félagar höfðu samið þessa ófögru lýsingu á skólakenslunni hér í landi, hafði Magnús Stephensen lagt fyrir nefndina skjal um umbætur þær, sem hann telur nauðsynlegar á skóla- fræðslu hér í landi. Byrjar hann á því að nauð- synlegt sé að gera sömu umbætur á skólum hér í landi sem gerðar hafi verið á öðrum lærðum skól- um, og helst þyrfti þó að kenna meira í lærðum skólum hér en annarsstaðar í ríkinu, með þvi að svo fáir geti stundað háskólanám héðan úr landi. Telur hann svo upp það, sem kenna þyrfti i skól- anum, og er það bæði margt og mikið; nefnir hann bæði latínu og grisku, sögu og landafræði, kristin fræði og heimspeki, stærðfræði og náttúrufræði og búvísindi (Ökonomi), hagfræði og ofurlítið í lögum. Pá sé og sjálfsagt að kenna bæði dönsku og þýsku, en líklega verði vegna kennaraskorts fyrst um sinn að sleppa að kenna hebresku, frönsku, ensku og teikningu, svo að hægt sé að veita fræðslu í hinu, sem enn nauðsynlegra sé; þá gleymir hann ekki söngnum, hann var of söngelskur til að láta slíkt henda sig. Ekki er alt búið enn; hann ætlast til að garðyrkjumaður kenni skólasveinunum garðrækt, svo að þekking á henni geti breiðst frá skólanum út um landið. Loks leggur hann til að landlæknir sé feng- inn tit að kenna skólasveinum að binda um bein- brot, búa um sár, taka blóð og aðstoða við barns- fæðingar og annað þessu likt. Víða kemur það fram, að fræðslustefna aldarinnar hefir tekið Magnús Stephensen föstum tökum, en fullyrða má, að hvergi sjáist það skýrar, en hér þar

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.