Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Side 71

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Side 71
IÐUNN Undirstööuatriði í jaröfræði íslands. 229 lag, er harðnaö og umbreytt jökulberg milli blá- grýtislaga og isnúnar klappir undir því bergi. Petta ummyndaða jökulberg hafði verið fyrir augunum á hverjum jarðfræðingi sem hér hefir ferðast, en menn höfðu ekki þekt það, heldur kallað það palagonit- brecciu, og talið gosmyndun, en þó ekki getað gert sér neina ljósa grein fyrir, hvernig það væri til orðið, eða hvenær. Þarna var því afar-þýðingarmikið verk- efni fyrir íslenzkan jarðfræðing, en vandasamt mjög, eins og marka má af þvf, að annar eins hæfileika- maður og Þorvaldur Thoroddsen, skyldi þar engu koma áleiðis, og verða því að hætta rannsóknum sinum, án þess að hafa fengið nokkurn skilning á því, sem óhætt er að kalla undirstöðuatriði í jarð- fræði íslands. IV. Guðm. Bárðarson segir í jarðfræði sinni bls. 79, að surtarbrandslögin á Tjörnesi séu »leifar af jurtum og trjágróðri er vaxið hefir þar rétt áður en skelja- lögin mynduðust«. Petta er rangt. Þykk lög með skeljum í eru undir surtarbrandinum, og hann er til orðinn úr rekaviði. Ég hefi fundið í þessum kola- lögum þarablöð, en ekkert sem bendi á að efnið í kolin hafi vaxið þar á staðnum. Mér hefir verið mikill hugur á að vekja athygli enskra jarðfræðinga á Tjörneslögunum, af því að menn hafa þar í landi mesta þekkingu á þesskonar jarðmyndun. Ég sendi því jarðfræðifélaginu í Lúnd- únum ritgerð um Tjörnes, sem lesin var upp á fundi þar í félaginu og prentuð í tímariti þess. (Quarterly journal of the Geological Society of London Vol. 62, 1906). í sumar sem leið, bað ég efnilegan ungan jarðfræðing danskan, Th. Bjerring-Pedersen, sem ætl- aði norður á Tjörnes með Guðm. Bárðarsyni, um að athuga sérstaklega þykt pliocenu laganna, og sagði

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.