Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Page 41

Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Page 41
IÐUNN Björgunarlaun. 231. hann yrði að þegja yfir því til þess að geta haldið virðingu sinni óskertri og Siimba íyri:r háseta. Því for- maðurinn var Bangsi og eigandi útgerðarinnar og mað- urinn konunnar sinnar — í orði kveÖniu. Bangsi hjó sundur síldina með breddunni, svo hún stóð föst i tunnubotninum. Simbi leit upp með spurn i útstandandi augunum; ljósið blakti innan í saman- Jimda glasinu og varpaði óviðltunnanlegri birtu yfir leiksviðið; kisi, sem búinn var að búa um si,g á einu bjóðinu og malaði ánægjulega eftir máltiðina, hætti skyndilega; hanin fann að eitthvað hættulegt var í að- sigi. Bangsi kipti til sín breddunni hálfskömmusfulegur, og ein,s og til að láta ekki bera á pví, að hann hefði verið að gefa liugsunum sínum útrás á þennan hátt, lijó, hanni' henni aftur í tunnubotninn. — Þú lætur skamt stórra höggva milli, heyrðist í Simba, hann hafði það til að tala eins og islendinga- sögur, það stríddi Bangsa. — Farðu jiarna, déskoti! SíJdarsporöur skall á hausn- um á eineygða kisa, svo hann hröklaðist úr bæli Bínu og skreið inn í dimmasta skotið. — Þáð er naumast þú ert geðgóður. Hvað hefir katt- arfressið gert þér? Þú ert þó ekki hræddur um kerl- iinguna fyrir honum? Röddin i Siimba logaði af stork- un. Upp á síðkastið var hann alt af með þetta afbi’ýði,- hjal, eins og til að sanna saklieysi sitt. Bangsi varð eins og eisa að innan. Þetta mátti hann þola að heyra af Simba, sem gerði hann glóandi af af- brýði með hverri hreyfingu og hverju lagleysublístri. Hann varð að þola að allir stríddu honum á því, að konunni hans litist betur á Simba og hefði jafnvel vilst á rúmunum þeirra. Og nú fór þetta úrþvætti að storka

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.