Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Page 7

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Page 7
IÐUNN Frá heimsslyrjöldinni mihlu. 329 friðartímum er hálfdautt hugtak, fékk skyndilega líf. Það koma að vísu altaf fyrir augnablik, að einstaklingurinn finnur, að hann er þjóðarbrot, brot af sameiginlegum vilja. í ágúst 1914 féll vilji einstaklinganna saman við vilja heildarinnar. Ur miljónum sundraðra einstaklinga með miljónir vilja varð svo að segja einn einstaklingur, varð ein þjóð með einn vilja. Við það eignast þjóðin óþektan styrkleika. (Eg hefi hér og framvegis einkum Þjóðverja í huga). Og í hrifningarvímunni finst einstak- lingnum lífið vera hafið í nýtt og hærra veldi. Og öll ófriðarárin, i skelfingu og hrylling atburðanna, er eins og ómi eftir af þessari stund í sálum hraustustu her- mannanna. Menn geta verið skiftrar skoðunar um, hvað nefna beri samhug og hrifningu fyrstu ófriðarmánaðanna, ef í mánuðum má telja. Alment gengur það undir nafn- inu föðurlandsást eða skyldutilfinning. En Leo Trotzki t. d. gefur aðra skýringu í bók sinni »Æfi mín«: »Það eru margir menn á þessari jörð, sem lifa alla æfi, dag- inn út og daginn inn, í tilbreytingalausu vonleysi. Á þeim hvílir þjóðfélag nútímans. Herlúðurinn flytur þeim eins- konar fyrirheit«. Hjá friðsömustu borgurum liggur oft falin þrá eftir tilbreytni, átökum og æfintýrum. Frama- og æfintýraþrá æskunnar fer ekki leynt. Hjá þeim, sem erfiðasta lífsbaráttu heyja, mun styrjöld sízt kveikja blossandi bál. En hvernig sem menn vilja skýra hrifn- inguna, er það staðreynd, að hún tendraði hjörtu miljón- anna. Sjálfboðaliðar þyrptust fram, miklu fleiri en hægt var að taka á móti. Enginn þóttist maður með mönn- uin, ef heima sat. Glaðir og reifir lögðu hermennirnir af stað. Heilla- óskir fylgdu þeim að heiman. Þeir báru blómskreytta hjálma og spánný herklæði. Aflstraumur lék rnanna á milli. Eftirvænting og vígmóður brann í hjörtunum, augun

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.