Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Side 12

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Side 12
334 Frá heimsstyrjöldinni miklu. IÐUNN ólíkasta menn að aldri og eðisfari, svör þeirra við stríðinu. Mér hefir einnig þótt réttast að takmarka mig við þýzka höfunda. Ein af bókum þeim, sem miklar vinsældir hefir hlotið, er »Wanderev zwischen beiden Welten«, eftir Walter Flex. Hann fór sjálfboðaliði í stríðið og féll 1917. Bókin er tileinkuð vini hans og félaga, Ernst Wurche, er féll við Warthi 1916. Hún sýnir vel þann anda, sem menn æskulýðshreyfingarinnar þýzku fóru með í stríðið. Ernst Wurche er tvítugur guðfræðinemi. Föður- landið, hreystin og trúin eru fyrir hann eitt og hið sama. Hann er heill í fórn sinni og tekur fagnandi því hlutverki að berjast fyrir fósturjörðina. Það er honum æðsta skylda og hamingja. Eins og vinur hans lýsir honum er sál hans ímynd fegurðar og hreinleika, og stríðið fellir engan blett á hana. Heitust ósk Ernsts er að lifa verulegt áhlaup. Þá ósk fær hann uppfylta. Þegar Walter heimsækir móður hans, eftir fall hans, spyr hún hann, hvort sonur sinn hafi fengið þessa ósk uppfylta, og þegar hún heyrir það, er eins og létti af henni þungri sorg. Fyrir Ernst var frægð fósturjarðarinnar alt. Honum var það ekki fyrir mestu, að þýzka þjóðin Iifði eilíflega, heldur að á kvöldhimni hennar skini ljómi frægðar og hreysti. Ernst Wurche er einn af þeim, sem féll áður en hrundið yrði við þeim skoðunum, þeim hug- sjónum, er hann fór með í stríðið. Eftir fall Ernsts er líf Walters helgað minningunni um hann. Hljómurinn í rödd hans er orðinn annar, frásagnarblærinn í bókinni er breyttur: fegursti óður innilegustu vináttu. Eftir þetta er eins og böndin, sem tengja hann við þetta lif, sé slitin til hálfs. Að hálfu leyti lifir hann hjá vini sínum, í endurminningunni um hann. En afstaða hans til stríðs- ins breytist ekki. Rétt áður en hann dó segir hann í

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.