Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Side 18

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Side 18
340 Frá heimsstyrjöldinni mildu. IÐUNN verður hann upp frá þessu að heyja hörðustu baráttuna. En Renn kemst brátt að raun um, að óttinn kvelur fleiri en hann. Og það, sem heldur mönnum uppi, knýr menn stöðugt áfram, er hvötin til þess að reynast karl- menni. En stríðið er það ógnarafl, sá skelfingarmáttur, að það er í raun og veru ofan við mannlega getu að standa uppréttur í því. Og Renn, og aðrar persónur í bók hans, berst á barmi uppgjafar og örvæntingar, en án þess að láta bugast til fulls. Hann berst fyrir mann- legum eigindum í sál sinni, fyrir manndómi sínum. En hinn skæði óvinur, stríðið, á leyndardómsfullan, heiftúð- ugan mátt. Hjá því verður hver hermaður smár, reynsla hvers einstaks smávægileg. I sambúð við það breytast hermennirnir, án þess þeir ráði við, steypast í nýtt mót. Þeim er það sár raun. Og í angist og ótta þjappast þeir hver að öðrum, leita þeir trausts hver hjá öðrum. Þannig skapar stríðið traust vináttubönd. »Menn færast þar svo voðalega nálægt hver öðrum, voðalega, því að menn halda þeim þó ekki hjá sér. Þeir verða allir hrifnir burtu aftur«. Það er stríðið, sem valdið hefir. Gegn því tjáir ekki að berjast. Alt er undir því komið að sætta sig við það, og gera skyldu sína, skyldu sína sem hermaður, til þess að týna ekki virðingunni fyrir sjálfum sér. Eftir það væri lífið óbærilegt. Menn verða að gera skyldu sína, hvar sem örlögin setja mann. Og Renn er sannur hermaður, einn í hópi miljónanna, sem möglunarlaust létu líf sitt fyrir hugsjón skyldunnar. Og Renn er hetja, þrátt fyrir óttann. Hann er hetja án hrifningar og trúar. Föðurlandið er fyrir hann gamall, útslitinn talsháttur, en samt elskar hann það. Og hon- um kemur aldrei í hug að vilja losna undan þeim örlög- um, er hann hafði ratað í, enda þótt hann skildi þau ekki. Það elur stöðugt ótta hans, að slík örlög skuli

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.