Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 20
342
Frá heimsstyrjöldinni miklu.
IÐUNN
unnar eru foknar úf í veður og vind. Alt, sem þeir áttu
heilagt, er glatað. I sjálfum sér eiga þeir ekki framar
neitt traust. Lönd æskuáranna geta þeir ekki eignast
aftur, enda myndi þeir ekki una þeim lengur. »Hin
fíngerðu, dularfullu bönd, sem tengdu okkur við þau,
geta ekki orðið til aftur.... Við erum flýjandi menn. Við
flýjum sjálfa okkur og lífið. Við vorum átján ára, og
okkur var farið að þykja vænt um heiminn og lífið; en
við urðum að skjóta á það. Fyrsta sprengikúlan, sem
niður laust, hitti hjörtu okkar« (þýðing Björns Franz-
sonar). Og þessir flýjandi æskumenn eiga heldur enga
trú á framtíðina. »Hefðum við komið heim árið 1916,
myndu þjáningar okkar og áhrifamagn atburðanna hafa
leyst úr læðingi stormviðri. En nú snúum við aftur
þreyttir, niðurdregnir og útbrunnir, vonarvana og rifnir
upp með rótum. Aldrei munum við geta samið okkur
að hinum nýju skilyrðum*. Átakanlega hörmuleg eru
örlög þessara æskumanna, vonleysi þeirra og örvænting.
Og hvernig hefði það getað hugsast, að allir væri vaxnir
hinum grimmilega hildarleik, sízt óhörðnuð æskan, færi
hún ekki með óbifandi trú að heiman á nauðsyn og
skyldu landvarnarinnar. En sú trú var einkum sferk í
upphafi stríðsins. Því verður ekki neitað, að sjónarmið
Remarques er óhermannlegt. Og menn geta átt bágt með
að skilja, að miljónaher verði haldið úti í fjögur ár, ef allur
þorri hermannanna væri af þeirri gerð. Það mætti öllum
vera Ijóst, að ófriður verður ekki háður með viðkvæmni
og veiklyndi. Hinu furða ég mig meira á, af því sem ég
hefi lesið um stríðið, hvernig hermennirnir uxu með kröf-
unum, sem til þeirra voru gerðar, hvílík óskiljanleg undur
þeir gátu þolað, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár.1)
1) Eflir Renn er komin út ný bók um stríðiö og von á nýrri
bók eftir Remarque.