Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Side 27

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Side 27
IÐUNN Nýja ísland. 349 mér muni aldrei geta þótt vænt um hana Búkollu. Mér finst eins og það sé ógerningur að láta sér þykja vænt um útlenda kú. — O, þetta er bara sérvizka, sagði Torfi Torfason og spýtti um tönn, enda þótt hann væri löngu hættur að brúka upp í sig. Því ætli kýrnar hér geti ekki verið upp og niður eins og aðrar kýr? En hitt er satt, við hest get ég aldrei tekið ástfóstri framar, úr því ég seldi hann Skjóna minn. ... Það var nú kall ... Þau mintust ekki öðruvísi en svona á, hvað þau hefðu átt, né hvað þau höfðu mist, en sátu lengi þegjandi uppi, og týran kastaði bjarma á frostrósirnar eins og aldin- garð, — tveir fátækir Islendingar, maður og kona, sem slökkva á iýrunni sinni og fara að sofa. Síðan hefst hin stóra, þögla kanadiska vetrarnótt. — Konurnar lögðu af stað til Winnipeg nokkrum dögum síðar, fótgangandi gegnum snjóhvíta skóga, hjarnlögð engi, röskar þrjár dagleiðir. Þær bundu dótið sitt upp á sleða. Hver um sig dró sinn sleða. Þetta er kallað að fara í þvottavinnu til Winnipeg. Torfi Torfason var heima eina nótt eftir það. Hann stendur í varpanum fyrir framan kofann og horfir á eftir konunum, sem hverfa inn í skóginn með sleðana. Nóvemberskógurinn hlustar í frostinu á mál þessara erlendu kvenna, bergmálar það, án þess að skilja. Á undan þeim fer gamall karl, sem vísar veginn. Þær eru í íslenzkum vaðmálspilsum og hafa stytt sig. Um höfuðin hafa þær íslenzk ullarsjöl bundin. Þær segjast vera svo duglegar að ganga. Þær ætla að gista ein- hversstaðar í nótt fyrir sentin sín. Þegar konurnar eru horfnar, lítur Torfi Torfason inn í kofann, þar sem þær höfðu fengið sér síðasta kaffi- sopann, og krukkurnar standa enn óþvegnar á bríkinni.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.