Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Side 29
IÐUNN
Nýja ísland.
351
mílu eftir mílu, bara þessir hrafnar, sem fljúga um hvítan
skóginn og tylla sér á skóginn líkt og á Pallasmynd úr
leir. >Aldrei rneir*. Og Torfi Torfason er að hugsa um
sernar sínar og kýrnar sínar og hestana sína og alt,
sem hann hefur mist.
Þá vappar alt í einu tíkargrey í veg fyrir hann innan
úr skóginum. Þetta var grindhoruð flækingstík, og svo
kviðmikil, að henni var þungt um sporið, en spenarnir
strukust við mjöllina, því hún var hvolpafull. Þau komu
þarna sitt úr hvorri áttinni, tvær einmana lífsverur, sem
eru að spila upp á sínar eigin spýtur í Ameríku og
mætast einn kaldan vetrardag úli í snjónum. Fyrst sperti
hún eyrun og horfði á manninn mórauðum tortrygnis-
augum, þá lúrði hún sig niður í snjóinn og fór að skjálfa,
og hann skildi að hún væri að segja sér, að hún væri
lasin, að hún hefði týnt eiganda sínum, að hún hefði
iðulega verið barin, barin, barin og aldrei á æfi sinni
fengið nóg að éta, og að enginn hefði verið góður við
sig, aldrei; hún meinti, að enginn vissi hvar þetta mundi
enda fyrir sér. Hún sagðist vera svo fátæk.
— Ja, það er margt lífið, þó lifað sé, sagði Torfi
Torfason. Og hann leysti af sér pokann og settist flöt-
um beinum niður í snjóinn. Og í pokaopinu var eitthvað,
sem Tóta litla hafði tínt til handa pabba sínum í nestið.
Og þá fór tíkin að dingla skottinu til og frá í snjónum
og mæna munaraugum í opið á pokanum.
— Jaeja, greyið, svo þú hefur týnt honum eiganda
þínum og ekkert haft í þig, síðan Guð veit hvenær, og
ég er nú búinn að hrekja frá mér konuna mína, ojá,
og hún fór í gær. Ojá, hún ætlar að reyna að basla
eitthvað ofan af fyrir sér með þvottavinnu uppi í Winni-
peg í vetur, ojá, og svona er nú það. Ojá, við tókum
okkur upp þarna að heiman frá sæmilegri afkomu og