Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Page 34
356
Flugið.
ÍÐUNN
En áfram brunar arinn,
sem eyðimerkurl)ón.
og aldrei þreytist augað,
sem o’ná fjöllin lftur
og nýjar loftsins leiðir
til ljósheima brýtur.
II.
Þeir fljúga, þeir fljúga,
sem flogið geta,
sem vængfimi valsins
og víðsýnið meta.
Þeir fljúga, þeir fljúga
og fagna af hjarta
sem frjálsir fuglar
fluginu bjarta.
En ekki geta allir,
sem óska sér að fljúga,
flogið yfir fjöllin, —
þeir frá mega snúa.
Það er altaf eitthvað,
sem aftrar og bindur.
En við að mæna’ og vona
verður margur blindur.
Æfin þver — og óskir
með ellinni dvfna.
Gamalmennin hugsa helzt
um hvíluna sfna.
A dánum vonum, dánum þrám
daga’ og nætur blunda.
Lífsins gæði’ og gróði telzt
til gleymdra æfistunda.
Fyrrum þráði hjartað heitt
hátt og langt að fljúga
líkt og fugl um loftin blá, —
á lifið og drottinn trúa.
En lífið brást og drottins dýrð —
dalurinn varð og þröngur, —
svo bjargast það við biblíu,
bæn og kirkjugöngur.
G. Geirdal.