Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Side 35

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Side 35
JÐUNN Ferðaminningar. i. Það var í Kaupmannahöfn í maí, vorið 1929. — Skógurinn var óðum að laufgast, og menn voru farnir að verða leiðir á bæjarlífinu og langaði út í náttúruna. Þá tók eg saman pjönkur mínar, kvaddi félaga mína með kurt og pí á barminum á l/íti1) og hraðaði mér niður í sortann. — — Skömmu seinna heyrast dunur og dynkir, og allt leikur á reiðiskjálfi. Hraðlestin frá aðaljárnbrautar- stöðinni er að koma. Hún staðnæmist andartak. — Við farþegarnir ryðjumst inn í vagnana, og síðan þokast trossan af stað, áleiðis til Málmhauga-ferjunnar, sem bíður okkar norður í Fríhöfn. Þennan spotta er eg að hugsa um járnbrautarlestina sjálfa. Enn er eg ekki orðinn meiri heimsborgari en svo, að eg þarf nokkurar mínútur til þess, að komast í samræmi við járnbrautarlest. Fyrst þegar eg kynntist þessu samgöngutæki, fannst mér það hljóta að vera að ýmsu leyti úrelt, og mér hefir alltaf leiðst kol og kola- reykur, hvort sem sú viðurstyggð kann að nokkuru leyti að stafa af því, að í bernsku Ias eg sögur um ógeðs- legar kolanámur langt niðri í jörðunni, þar sem verka- mönnum var misboðið með óhollri vinnu, og hestar voru 1) Hér er átt við liina alkunnu neðanjarðar-járnbrautarstöð við Norðurport í Kaupmannahöfn. Nafnið stafar víst af því, að í vetrarkuldum er loftið þarna niðri fúlt og grimmt. löunn XIV. 24

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.